Réttur - 01.01.1957, Síða 87
RÉTTUB
87
una, en skortur á árvekni gegn stéttarandstæðingnum. Þar höfum
við í fersku minni dæmið frá Ungverjalandi, sem síðar verður
að vikið.
Niðurstaðan af þessum hugleiðingum er sú, að þær alvarlegu
misfellur, sem orðið hafa í Sovétríkjunum, eigi að vísu rætur sín-
ar í þjóðfélagslegum aðstæðum. Þetta eru þjáningarfullir vaxtar-
verkir hins nýja þjóðfélags. Tilhneiging til slíkra hluta felst í
eðli hins sterka ríkisvalds, sem nauðsynlegt er á tímabili um-
breytingarinnar frá auðvaldsskipulagi til sósíalisma meðan bar-
áttan stendur um líf eða dauða. I sögulegum erfðum hins gamla
Rússlands hafa þessar neikvæðu tilhneigingar fundið einkar góð-
an jarðveg. En það er hægt að koma í veg fyrir þessar misfellur
eða draga mjög úr þeim. Reynsla Sovétríkjanna (og sumra al-
þýðulýðveldanna raunar ekki síður) sýnir hve hætturnar eru
miklar í þessu efni og hver nauðsyn ber til að grafast fyrir rætur
þessara misfella svo unnt sé að læra af þeim og koma í veg fyrir
þær í framtíðinni. Hér þarf að koma til vísindaleg hlutlægni,
nákvæmni og djúpskyggni, hér dugar ekkert minna en samvizku-
samleg rannsókn alls þessa tímabils í ljósi marxismans á grund-
velli fenginnar reynslu. Þetta tímabil, þarf að taka sömu tökum
fræðilegrar rannsóknar og Lenín tók tímabil heimsvaldastefnunn-
ar á fyrri hluta aldarinnar. Þannig þróast marxisminn og auðgast
að nýrri þekkingu. Rannsókn og fræðilegt mat reynslunnar í
Sovétríkjunum verður fyrst og fremst að vera verk rússneskra
marxista. Þetta hefur ómetanlega þýðingu, eigi aðeins fyrir Sov-
étríkin, heldur engu síður fyrir verkalýðshreyfingu annarra landa.
A meðan verðum við hinir, sem álengdar stöndum, að reyna að
gera okkur grein fyrir nokkrum stærstu dráttunum, að svo miklu
leyti, sem forsendur eru fyrir hendi. En einmitt vegna þess, hve
forsendurnar eru takmarkaðar verða ekki leiddar af þeim nema
mjög almennar ályktanir og skylt að gæta allrar varúðar í dóm-
um og fullyrðingum.
Auðvaldsskipulagið hefur nú sökkt hinum gömlu menningar-