Réttur - 01.01.1957, Page 93
RÉTTUR
93
sæta refsingu?1) Og átti almenningur ekki kröfu á því, að fá
skýrt það næstum dularfulla fyrirbæri að Rajk skyldi játa á sig
sakir og bera lognar sakir á félaga sína við opinber réttarhöld.
sem allur heimurinn gat fylgzt með? Þarna dugar sú skýring, að
pyndingar hafi átt sér stað, enganveginn. Ekki hefur slíkt komið
fyrir góða kommúnista frammi fyrir na2iskum dómstólum,
sem notuðu pyndingar af meiri kunnáttu, en áður hefur þekkzt.
Hitt er víst að í réttarhöldum þessum bar Rajk slíkar sakir á
júgóslavneska forustumenn, að það hlaut að vera eins og fieinn
í holdi þeirra. Til þess að fullar sættir gætu tekizt við Júgó-
slavíu varð að ónýta allt Rajkmálið. Hinsvegar er erfitt að skilja,
að Rakosi og félagar hans hafi ekki gert sér ljóst, að með
slíkum aðferðum hlutu þeir að glata trausti sínu.
Mjög kvað að því að apað væri eftir Sovétríkjunum í smáu
og stóru. í efnahagslífinu olli þetta oft ekki litlu tjóni, en
minni atriði létu líka eftir sig sín spor. Til dæmis voru margar
höfuðgötur í Búdapest skýrðar eftir leiðtogum Sovétríkjanna,
einkennisbúningar ungversku hermannanna voru næstum eins
og hinir rússnesku og margt í skólakerfinu var hermt eftir Rúss-
um. Helgidagar kirkjunnar voru afnumdir, en aðrir komu í
þeirra stað, en slík ráðstöfun hlaut að valda mikilli gremju í
hákaþólsku landi.
Allt þetta særði mjög þjóðerniskennd Ungverja. Frá fornu
fari hefur verið rótgróin andúð gegn Rússum með ungversku
þjóðinni og eru til þess sögulegar ástæður. Þegar Austurríkis-
keisari treystist ekki til að bæla niður uppreisn Ungverja 1849
leitaði hann á náðir Rússakeisara og með rússneskum innrás-
arher var bylting þeira kæfð í blóði og landið svipt hinu ný-
fengna sjálfstæði. í síðasta stríði börðust Ungverjar gegn Rúss-
um og nazistar spöruðu ekki að kynda haturselda gegn erfða-
!) Nii hafa farið fram réttarhöld yfir Farkas fyrrverandi landvamarráð-
lierra. Hlaut hann 16 ára fangelsisvist. Vera má að einhverjar nýjar
upplýsingar hafi komið fram í þeim réttarhöldum.