Réttur - 01.01.1957, Síða 101
RÉTTUR
101
Franska stórblaðið „Le Mond" lýsir ástandinu þannig 1. nóv.
1956:
„Kommúnistaveiðar eru orðnar að skemmtun, sem kemur í
staðinn fyrir kvikmyndahúsin. Lík þeirra eru brend á götum úti."
Þannig hljóðaði fréttaskeyti amerísku fréttastofunar Associated
Press á allraheilagramessu, en ljósmyndari fréttastofunnar skýrði
svo frá, „að sjálfur hafi hann horft á þegar benzíni var hellt yfir
40 lík myrtra manna og kveikt í þeim."
Vorwártz, aðalmálgagn sósíaldemókrataflokks Vesturþýzka-
lands, ritar 9- nóv. 1956:
„ . . . hryllileg verk framin í hefndarskyni og jafnvel konum
og börnum kommúnískra starfsmanna er ekki hlíft. Uppreisn-
arhreyfingin hefur sí og æ orðið öfgafyllri fyrir áhrif fasista og
afturhaldsafla, sem komu nú aftur fram í dagsljósið. Hin örvingl-
aða tilraun Nagys til þess að lægja þessa ólgu án þess að horfast
í augu við hinn pólitíska raunveruleika, hlaut að mistakast."
Brezka blaðið „Daily Express" skýrir svo frá árás uppreisnar-
manna á hús Verkalýðsflokksins í Búdapest 30. október 1956:
„Þeim tókst að ryðja sér braut til flokkshúss kommúnista. Allir,
sem þeir náðu í húsinu, konur og karlar, voru hengdir, líka
„góðir" kommúnistar og fylgismenn Nagys forsætisráðherra og
uppreisnar hans gegn Moskvu. Þeir hanga í gluggum, trjám og
ljósastaurum, allstaðar þar, sem hægt er að hengja mann. Hið
versta er að samtímis voru jafnvel óbreyttir borgarar líka hengdir."
Svona var ástandið þegar nokkrir ráðherrar er verið höfðu í
stjórn Nagys fram til 1. nóvember ákváðu að slíta við hann öll
tengsl. 4. nóvember mynduðu þeir nýja stjórn og báðu um aðstoð
Sovéthersins til þess að binda endi á hina fasisku ógnaröld. Jafn-
framt birti nýja stjórnin stefnuskrá sína. Þar var því heitið, að
verða við þeim kröfum, sem bornar voru fram í upphafi um
aukin lýðréttindi samstundis og kyrrð væri komin á í landinu, að
framleiðsluáætlunin skyldi endurskoðuð og gerbreytt um stefnu
í framleiðslu og stjórnarfari, endi bundinn á skriffinnsku og skrif-