Réttur - 01.01.1957, Page 104
104
RETTUR
ungversk alþýða hefði átt einhuga marxiskan flokk, sem var
vandanum vaxinn, hefði ekki eingöngu verið treyst á fámenna
lögreglu og herlið, heldur hefði verkalýðurinn þegar í upphafi
verið kvaddur til vopna með skipulögðum hætti. Það mundi hafa
tekizt, að ráða niðurlögum afturhaldsins án erlendrar aðstoðar.
Eftir að Nagy tók við stjórnartaumunum, var ríkisstjórnin eins
og rekald og flokkurinn í raun og veru ekki til lengur. Það var
eins og hann leystist upp í frumeindir. Frá því hefur verið skýrt,
að í byrjun uppreisnarinnar, þegar sýnt var hvert stefndi, hafi
miðstjórn Verkalýðsflokksins ákveðið að vopna skyldi verkamenn
til þess að vernda verksmiðjur sínar. En sú ákvörðun kom aldrei
til framkvæmda.
Sjaldan hefur sannazt jafn áþreifanlega, hvílík höfuðnauðsyn
það er verkalýðsstéttinni að eiga sér forustuflokk, sem er hlut-
verki sínu vaxinn þegar mest á reynir, flokk af þeirri gerð, sem
tryggir einhug í athöfnum og hefur þann þroska til að bera, sem
veitir mest hugsanlegt öryggi fyrir því að teknar séu réttar ákvarð-
anir á sögulegum úrslitastundum. Flokk, sem hefur sterkt mið-
stjórnar- og framkvæmdarvald, vaxið upp úr lýðræðislegu starfi
almennings í flokknum og hefur allan styrk sinn og traust frá
því. Flokk, sem er tengdur alþýðunni ótal þráðum. Það er þessi
gerð flokksins, sem skiptir öllu máli, en ekki stærðin ein. Það
er háskalegt að gera ekki greinarmun á flokki og samfylkingar-
samtökum.
Þegar Kadarstjórnin var mynduð var bersýnilega svo komið,
að aðeins var um tvo kosti að velja: Sigur fasismans eða aðstoð
sovéthersins til þess að kveða hann niður og binda endi á ógnir
stjórnleysisins. Hvað hefði leitt af afskiptaleysi sovéthersins og
sigri fasismans? Kjarni hins sósíaliska verkalýðs hefði verið brytj-
aður niður. Um það efast enginn, sem fylgdist með atburðunum
í Ungverjalandi síðustu daga uppreisnarinnar og man aðfarir
Horty-einræðisins eftir byltinguna 1919 og síðan í aldarfjórðung.
Árangur alþýðubyltingarinnar hefði smátt og smátt verið að engu