Réttur


Réttur - 01.01.1957, Page 107

Réttur - 01.01.1957, Page 107
R É T T U B 107 ályktun að sósíalisminn sé andvígur byltingarsinnaðri valclbeit- ingu." I framhaldi af þessum orðum ræðir hann málið nokkru nánar og fer óvægum orðum um þá, sem tala um „valdbeitingu yfirleitt" án þess að gefa gaum að aðstæðum. Samkvæmt Varsjársáttmálanum bar sovéthernum að veita ríkis- stjórn Ungverjalands aðstoð, ef hún óskaði þess. Þegar sovétstjórn- in varð við þessari beiðni, gerði hún því ekki annað en gegna formlegri skyldu sinni. Ekki minnist ég þess að sósíalistar hafi gagnrýnt þetta atriði Varsjársáttmálans þegar hann var gerður. Jafnframt er rétt að minnast þess, að samkvæmt friðarsamningn- um eru fasisk samtök ekki leyfð í Ungverjalandi. Þetta ákvæði var þverbrotið þá daga sem Nagy fór með stjórn. Samkvæmt Atlantshafssáttmálanum hafa Bandaríkin rétt til íhlutunar, ef um „árás innanfrá” er að ræða, eins og það er orðað. Slíkan rétt hafa Bandaríkin hér á landi. Bandaríkin hafa ekki farið dult með það, að þau mundu ekki leyfa að stjórn, sem tæki að framkvæma sósíalisma, eða kommúnistar eins og þeir kalla það, kæmist til valda á Ítalíu eða Frakklandi eða öðrum þeim lönd- um, sem eru í Atlantshafsbandalaginu og jafnt fyrir það, þótt stjórnin styddist við meirihluta þjóðþings, sem kosið er til eftir ströngustu reglum borgaralegs þingræðis. Þessar þjóðir eru því í rauninni ekki sjálfum sér ráðandi um stjórnskipulag sitt. í þeim löndum Evrópu þar sem byltingaröflin hafa verið í meirihluta og Rauði herinn hefur ekki haft aðstæður til að koma til hjálpar, hefur bylting fólksins verið kæfð í blóði af erlendum innrásarherjum. Svo var um Spán, svo var um Grikkland og svo var um Ungverjaland árið 1919- Þessi regla hefur verið undan- tekningarlaus allt frá lokum fyrri heimsstyrjaldar. Nú síðast hef- ur forseti Bandaríkjanna aflað sér heimildar til íhlutunar í lönd- unum fyrir botni Miðjarðarhafs, hvenær, sem hann telur nauð- synlegt vegna bandarískra hagsmuna. Hefði verið rangt af Sovétríkjunum að veita Ungverjalandi hernaðaraðstoð 1919 og Spáni 1936, ef þau hefðu haft styrkleika
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.