Réttur - 01.01.1957, Blaðsíða 107
R É T T U B
107
ályktun að sósíalisminn sé andvígur byltingarsinnaðri valclbeit-
ingu." I framhaldi af þessum orðum ræðir hann málið nokkru
nánar og fer óvægum orðum um þá, sem tala um „valdbeitingu
yfirleitt" án þess að gefa gaum að aðstæðum.
Samkvæmt Varsjársáttmálanum bar sovéthernum að veita ríkis-
stjórn Ungverjalands aðstoð, ef hún óskaði þess. Þegar sovétstjórn-
in varð við þessari beiðni, gerði hún því ekki annað en gegna
formlegri skyldu sinni. Ekki minnist ég þess að sósíalistar hafi
gagnrýnt þetta atriði Varsjársáttmálans þegar hann var gerður.
Jafnframt er rétt að minnast þess, að samkvæmt friðarsamningn-
um eru fasisk samtök ekki leyfð í Ungverjalandi. Þetta ákvæði
var þverbrotið þá daga sem Nagy fór með stjórn.
Samkvæmt Atlantshafssáttmálanum hafa Bandaríkin rétt til
íhlutunar, ef um „árás innanfrá” er að ræða, eins og það er orðað.
Slíkan rétt hafa Bandaríkin hér á landi. Bandaríkin hafa ekki farið
dult með það, að þau mundu ekki leyfa að stjórn, sem tæki að
framkvæma sósíalisma, eða kommúnistar eins og þeir kalla það,
kæmist til valda á Ítalíu eða Frakklandi eða öðrum þeim lönd-
um, sem eru í Atlantshafsbandalaginu og jafnt fyrir það, þótt
stjórnin styddist við meirihluta þjóðþings, sem kosið er til eftir
ströngustu reglum borgaralegs þingræðis. Þessar þjóðir eru því
í rauninni ekki sjálfum sér ráðandi um stjórnskipulag sitt.
í þeim löndum Evrópu þar sem byltingaröflin hafa verið í
meirihluta og Rauði herinn hefur ekki haft aðstæður til að koma
til hjálpar, hefur bylting fólksins verið kæfð í blóði af erlendum
innrásarherjum. Svo var um Spán, svo var um Grikkland og svo
var um Ungverjaland árið 1919- Þessi regla hefur verið undan-
tekningarlaus allt frá lokum fyrri heimsstyrjaldar. Nú síðast hef-
ur forseti Bandaríkjanna aflað sér heimildar til íhlutunar í lönd-
unum fyrir botni Miðjarðarhafs, hvenær, sem hann telur nauð-
synlegt vegna bandarískra hagsmuna.
Hefði verið rangt af Sovétríkjunum að veita Ungverjalandi
hernaðaraðstoð 1919 og Spáni 1936, ef þau hefðu haft styrkleika