Réttur - 01.01.1957, Blaðsíða 110
110
RÉTTDR
Eins og nú standa sakir er ný heimsstyrjöld mesti voðinn, sem
yfir mannkyninu vofir. Það verður að horfast í augu við þá stað-
reynd, að á þessum hnetti verður tvíbýli auðvalds og sósíalisma
enn um langt skeið. Þess vegna er varðveizla friðarins brýnasta
verkefnið nú. Það er erfitt að hugsa sér, að friður standi til lengd-
ar, nema báðar fylkingar komi sér saman um hvernig þær eiga
að haga tvíbýlinu og gangist undir þær reglur og skuldbindingar,
sem nauðsynlegar eru til þess að gera sambúðina mögulega og
bærilega meðan ekki verður hjá henni komizt. Kalda stríðið getur
ekki orðið varanlegt ástand, heldur er það undirbúningur undir
styrjöld með vopnum. Bezta ráðið til þess að halda friði er að
binda endi á kalda stríðið, leysa upp öll hernaðarbandalög, stór-
veldin falli frá því að hafa herstöðvar í öðrum löndum og
skuldbindi sig til að hlutast ekki til um málefni annarra þjóða.
En hér þarf að koma til gagnkvæmt samkomulag og virðing
fyrir leikreglum. Annar aðilinn getur ekki bundið hendur sínar
en gefið hinum frjálsar hendur. Slík afstaða af hálfu hins sósíal-
iska heims mundi auka stríðshættuna meira en allt annað. Jafn-
vel þau borgarablöð Vesturevrópu, sem vilja að friður haldist,
gátu ekki orða bundizt um það, að ef Rússar hefðu leyft fasist-
um að taka völdin í Ungverjalandi, hefði það getað orðið „sá
neisti, er kveikt hefði bál þriðju heimsstyrjaldarinnar".
Ég ræði hér ekki um hatursáróður andstæðinganna. En rök-
semdir sumra vina okkar gegn íhlutun Sovéthersins virðast stund-
um harla lítt hugsaðar. Það hefur verið sagt, að ekki skipti máli
hverjir hafi verið murkaðir niður, ekki væri það nein huggun
þótt þeir væru gagnbyltingarmenn. Rétt eins og deilan standi um
það hverjir séu með manndrápum og hverjir á móti! Sömu „rök-
semdir" hefði mátt færa fram gegn innrás Rauða hersins í Þýzka-
land, þegar hann gersigraði hersveitir Hitlers. Ekki var það nein
huggun að það voru hermenn nazista, sem drepnir voru. En á
samanburðinum má sjá hvers virði röksemdafærslan er. Þegar
um atburðina í Ungverjalandi er að ræða, er furðulegt að heyra