Réttur - 01.01.1957, Síða 111
RÉTTUR
111
slíkt borið fram í nafni mannúðarinnar. Ef Sovétherinn hefði
ekki tekið í taumana, hefði morðöldin haldið áfram og er lík-
legt að þúsundir manna hefðu verið myrtir með svo hrylli-
legum hætti, að íslenzkan á varla lýsingarorð, sem hæfa. Ber
enn að sama brunni. Menn þurfa helzt að kynna sér málavexti
áður en þeir fella dóma.
Þá hefur verið gerður samanburður á Islandi og Ungverjalandi
og því haldið fram, að sá sem ekki fordæmdi aðfarir Sovéthers-
ins í Ungverjalandi hefði engan rétt til að andmæla hersetu
Bandaríkjanna hér og íhlutun þeirra um íslenzk mál. Þeir sem
þannig tala, virðast vera furðu fljótir að gleyma sögulegum
staðreyndum. Ungverjaland réðist á Sovétríkin við hlið hersveita
Hitlers og beið ósigur, og verður að hlíta þeim skuldbindingum,
sem það tók á sig sem sigrað land. Yinir Sovétríkjanna geta ekki
ætlazt til þess, að þau láti undir höfuð leggjast, að tryggja það,
svo sem kostur er, að slíkir atburðir sem árás Þýzkalands, Ung-
verjalands og annarra fylgiríkja þeirra endurtaki sig ekki. íbúar
þeirra héraða í Sovétríkjunum, þar sem ungversku fasistaher-
sveitirnar fóru með báli og brandi, mundu kunna stjórn sinni
litlar þakkir fyrir slíka afstöðu. Ef við íslendingar hefðum ráð-
izt með hervaldi inn í Bandaríkin í bandalagi við eitthvert árás-
arstórveldi, lagt frjósömustu héröð þess í rústir, murkað niður
íbúana eða hneppt þá í þrældóm, og ef við hefðum beðið ósigur
í því stríði, en hér væri þó öflugur flokkur manna, sem biði tæki-
færis til að endurtaka leikinn, þá værum við sambærilegir við
Ungverjaland. En í heimi veruleikans ?r samanburðurinn fjar-
stæða.
Svona er að rökræða ofar skýjum í almennum hugtökum, sem
slitin eru úr tengslum við hið raunverulega jarðlíf.
Við íslenzkir sósíalistar megum ekki frekar en aðrir gleyma al-
þjóðlegum skyldum okkar. Atburðirnir í Ungverjalandi voru
hagnýttir til hamslauss styrjaldaráróðurs og til þess að bæta að-
stöðu Breta og Frakka í árásarstríði þeirra gegn Egyptum. Af-