Réttur - 01.01.1957, Síða 119
RÉTTUR
119
að jafna andstæðurnar innan alþýðunar, með gagnrýni eða bar-
áttu, og sú lausn verður að leiða til nýrrar einingar við nýjar
aðstæður. Auðvitað er lífið í reynd margþætt og flókið. Fyrir
getur komið, að stéttir með róttækar hagsmunaandstæður taki
höndum saman gegn sameiginlegum höfuðóvini. Og á hinn bóginn
getur staðið svo á, að andstæður innan alþýðunnar breytist smám
saman í róttækar baráttuandstæður, vegna þess að annar aðilinn
í andstæðum þeim, sem um er að ræða, þokast smátt og smátt
yfir í raðir óvinanna, Að lokum breyta andstæður af þessu tagi
algerlega um eðli og eru þá ekki lengur andstæður innan alþýð-
unnar, heldur andstæður milli óvinanna og vor. Slík fyrirbæri
hafa átt sér stað í sögu Kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna
og Kommúnistaflokks Kína. í fám orðum sagt: sá sem stendur
staðfastur í röðum alþýðunnar, mun aldrei rugla saman and-
stæðunum innan alþýðunnar og andstæðunum milli vor og óvina
vorra. Sá sem afneitar stéttabaráttunni og þekkir ekki vini frá
óvinum, er alls enginn kommúnisti, er alls ekki lærisveinn Marx
og Leníns.
Aður en vér förum að ræða þau mál, er vér áður nefndum,
teljum vér nauðsynlegt að byrja með því að skýra þetta undir-
stöðuatriði varðandi afstöðu. Að öðrum kosti mundum vér óhjá-
kvæmilega missa sjónar af réttum stefnumiðum og ekki geta
gefið rétta skýringu á fyrirbærum hins alþjóðlega lífs.
I.
Arásir heimsvaldasinnanna á hina alþjóðlegu kommúnistahreyf-
ingu hafa lengi beinzt aðallega gegn Ráðstjórnarríkjunum. A
hinn bóginn hafa deilur þær, er upp á síðkastið hafa risið innan
hinnar alþjóðlegu kommúnistahreyfingar, einnig staðið aðallega
í sambandi við skilning á Ráðstjórnarríkjunum. Það er því mikil-
vægt fyrir þá, sem aðhyllast kenningar Marx og Leníns, að kom-
ast að réttri niðurstöðu varðandi mat á grundvallarstefnu bylt-
ingarinnar og uppbyggingarinnar í Ráðstjórnarríkjunum.
Kenningar marxismans um verklýðsbyltinguna og alræði verka-
lýðsins er vísindaleg alhæfing byggð á reynslu verkalýðshreyf-
ingarinnar. En þegar undan er skilin Parísarkommúnan, sem
aðeins stóð í 72 daga, lifðu þeir Marx og Engels það ekki að sjá
í framkvæmd verklýðsbyltinguna og alræði verkalýðsins, sem
ævilöng barátta þeirra var helguð 1917 leiddi rússneski verka-
iýðurinn undir forustu Leníns og Kommúnistaflokks Ráðstjórn-
arríkjanna verkalýðsbyltinguna og alræði verkalýðsins til sigurs