Réttur


Réttur - 01.01.1957, Side 120

Réttur - 01.01.1957, Side 120
120 RÉTTUR og byggðu síðan með árangursríku starfi upp sósíalistískt þjóð- félag. Frá þeirri stundu hafði hinum vísindalega sósíalisma ver- ið breytt úr kenningu og draum í lifandi veruleika. Þannig varð Októberbyltingin í Rússlandi 1917 upphaf nýs tímabils, ekki að- eins í sögu kommúnistahreyfingarinnar, heldur einnig í sögu alls mannkyns. Ráðstjórnarríkin hafa unnið stórkostlega sigra á þeim 20 ár- um, sem liðin eru frá byltingunni. Eftir að þau höfðu afnumið arðránsskipulagið, útrímdu þau kreppum, stjórnleysi og atvinnu- leysi á efnahagssviðinu. Efnahagsmál Ráðstjórnarríkjanna og menning þróast með slíkum hraða, að ekkert sambærilegt þekk- ist í auðvaldslöndunum. 1956 er heildarframleiðsla iðnaðarins í Ráðstjórnarríkjunum þegar meira en þrítugföld á við metfram- leiðsluna fyrir byltinguna, árið 1913. Þetta land, sem fyrir bylt- ingu hafði verið iðnaðarlega vanþróað og þar sem meirihluti íbú- anna hafði verið ólæs, er nú þegar orðið annað mesta iðnaðarland í heimi, og samanborið við önnur lönd hefur það nú á að skipa vel menntuðu liði vísindamanna og tæknifræðinga og hefur skap- að háþróaða sósíalistíska menningu. Verkalýður Ráðstjórnarríkj- anna, sem fyrir byltinguna var kúgaður, er nú orðinn húsbóndi í landi sínu og þjóðfélagi. Hann hefur sýnt fádæma atorku og skapandi framtak í byltingarbaráttunni og uppbyggingarstarf- inu. Efnahagur hans og menningarlíf hefur tekið stakkaskiptum. Fyrir byltinguna var Rússland í raun og veru fangelsi þeirra þjóða, er landið byggðu, en eftir Októberbyltinguna urðu þessar þjóðir jafningjar innan Ráðstjórnarríkjanna og þróuðust hröð- um skrefum í sósíalistískar þjóðir. Þróunarbraut Ráðstjórnarríkjanna hefur engan veginn verið slétt. Frá 1918—1920 urðu Ráðstjórnarríkin fyrir árás 14 auðvalds- ríkja. Á fyrsta skeiði sínu áttu Ráðstjórnarrikin við mikla erfið- leika að stríða — borgarastyrjöld, hungursneyð, efnahagsvand- ræði, klofningsstarfsemi innan Kommúnistaflokksins. Á úrslita- skeiði annarrar heimsstyrjaldarinnar, áður en vesturveldin stofn- uðu til annarra vígstöðva, stóðu Ráðstjórnarríkin ein af sér árás milljónahers Hitlers og bandamanna hans og unnu sigur á hon- um. Þessi harða reynsla braut ekki Ráðstjórnarríkin, stöðvaði ekki þróun þeirra. Ráðstjórnarríkin hafa með tilveru sinni orðið alvarlegt áfall fyrir völd heimsvaldasinnanna, en innblásið hinni byltingarsinn- uðu verkalýðshreyfingu og þjóðfrelsishreyfingu undirokaðra þjóða hinum björtustu vonum, veitt þessum hreyfingum sigur- vissu og hugrekki. Verkalýður allra landa veitti Ráðstjórnarríkj- unum stuðning sinn, og Ráðstjórnarríkin studdu aftur verkalýð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.