Réttur - 01.01.1957, Page 120
120
RÉTTUR
og byggðu síðan með árangursríku starfi upp sósíalistískt þjóð-
félag. Frá þeirri stundu hafði hinum vísindalega sósíalisma ver-
ið breytt úr kenningu og draum í lifandi veruleika. Þannig varð
Októberbyltingin í Rússlandi 1917 upphaf nýs tímabils, ekki að-
eins í sögu kommúnistahreyfingarinnar, heldur einnig í sögu alls
mannkyns.
Ráðstjórnarríkin hafa unnið stórkostlega sigra á þeim 20 ár-
um, sem liðin eru frá byltingunni. Eftir að þau höfðu afnumið
arðránsskipulagið, útrímdu þau kreppum, stjórnleysi og atvinnu-
leysi á efnahagssviðinu. Efnahagsmál Ráðstjórnarríkjanna og
menning þróast með slíkum hraða, að ekkert sambærilegt þekk-
ist í auðvaldslöndunum. 1956 er heildarframleiðsla iðnaðarins
í Ráðstjórnarríkjunum þegar meira en þrítugföld á við metfram-
leiðsluna fyrir byltinguna, árið 1913. Þetta land, sem fyrir bylt-
ingu hafði verið iðnaðarlega vanþróað og þar sem meirihluti íbú-
anna hafði verið ólæs, er nú þegar orðið annað mesta iðnaðarland
í heimi, og samanborið við önnur lönd hefur það nú á að skipa
vel menntuðu liði vísindamanna og tæknifræðinga og hefur skap-
að háþróaða sósíalistíska menningu. Verkalýður Ráðstjórnarríkj-
anna, sem fyrir byltinguna var kúgaður, er nú orðinn húsbóndi
í landi sínu og þjóðfélagi. Hann hefur sýnt fádæma atorku og
skapandi framtak í byltingarbaráttunni og uppbyggingarstarf-
inu. Efnahagur hans og menningarlíf hefur tekið stakkaskiptum.
Fyrir byltinguna var Rússland í raun og veru fangelsi þeirra
þjóða, er landið byggðu, en eftir Októberbyltinguna urðu þessar
þjóðir jafningjar innan Ráðstjórnarríkjanna og þróuðust hröð-
um skrefum í sósíalistískar þjóðir.
Þróunarbraut Ráðstjórnarríkjanna hefur engan veginn verið
slétt. Frá 1918—1920 urðu Ráðstjórnarríkin fyrir árás 14 auðvalds-
ríkja. Á fyrsta skeiði sínu áttu Ráðstjórnarrikin við mikla erfið-
leika að stríða — borgarastyrjöld, hungursneyð, efnahagsvand-
ræði, klofningsstarfsemi innan Kommúnistaflokksins. Á úrslita-
skeiði annarrar heimsstyrjaldarinnar, áður en vesturveldin stofn-
uðu til annarra vígstöðva, stóðu Ráðstjórnarríkin ein af sér árás
milljónahers Hitlers og bandamanna hans og unnu sigur á hon-
um. Þessi harða reynsla braut ekki Ráðstjórnarríkin, stöðvaði
ekki þróun þeirra.
Ráðstjórnarríkin hafa með tilveru sinni orðið alvarlegt áfall
fyrir völd heimsvaldasinnanna, en innblásið hinni byltingarsinn-
uðu verkalýðshreyfingu og þjóðfrelsishreyfingu undirokaðra
þjóða hinum björtustu vonum, veitt þessum hreyfingum sigur-
vissu og hugrekki. Verkalýður allra landa veitti Ráðstjórnarríkj-
unum stuðning sinn, og Ráðstjórnarríkin studdu aftur verkalýð