Réttur - 01.01.1957, Page 122
122
U É T T U R
siguróður marxismans, lenínismans í sögu mannkynsins, sem
endurómað hefur um gervallan heim.
Hver er meginreynslan af byltingu og uppbyggingu Ráðstjórn-
arríkjanna? Að voru áliti að minnsta kosti hefur eftirtalin reynsla
meginþýðingu:
1. Þroskuðustu fulltrúar verkalýðsins bundust samtökum í
Kommúnistaflokknum. Þessi stjórnmálaflokkur hefur kenningar
Marx og Leníns að leiðarljósi. Skipulag hans er byggt á megin-
reglunni um lýðræðislegt miðstjórnarvald, hann heldur nánu sam-
bandi við fjöldann, leitast við að vera kjarni verkalýðsins og el-
ur upp meðlimi sína og allan þorra alþýðunnar í anda Marx og
Leníns.
2. Þegar verkalýðurinn hefur sameinað hinar vinnandi stéttir,
tekur hann undir forustu Kommúnistaflokksins völdin úr hönd-
um borgarastéttarinnar í byltingarbaráttu.
3. Eftir sigur byltingarinnar stofnar verkalýðurinn með Komm-
únistaflokkinn að forustusveit og studdur af bændum, sem hann
er í bandalagi við, og af miklum þorra alþýðunnar, sem hann
hefur safnað um sig, alræði verkalýðsins yfir stéttum stórjarðeig-
enda og borgara, brýtur á bak aftur andstöðu gagnbyltingarafla,
þjóðnýtir iðnaðinn, kemur í áföngum á samyrkjuskipulagi í land-
búnaðinum og upprætir þannig arðránsskipulafeið og skipulag
einkaeignar á framleiðslutækjum, afnemur stéttir.
4. Ríkið, sem stýrt er af verkalýðnum og Kommúnistaflokkn-
um, kveður alla alþýðu til starfa að skipulagðri eflingu hins
sósíalistíska atvinnulífs og hinnar sósíalistísku menningar, og á
þeim grundvelli bætir það stig af stigi lífskjör alþýðunnar og
skapar skilyrði til baráttu fyrir því að byggja upp kommúnistískt
þjóðfélag.
5. Ríkið, sem stýrt er af verkalýðnum og Kommúnistaflokkn-
um, tekur ákveðna afstöðu gegn árásum heimsvaldasinna, viður-
kennir jafnrétti þjóðanna, styrkir friðinn um heim allan, fylgir
staðfastlega alþjóðahyggju verkalýðsins og kappkostar að ávinna
sér stuðning verkalýðsins í öllum iöndum og styður verkalýð
allra ianda og allar undirokaðar þjóðir.
Jafnframt hinum almennu einkennum hefur framvinda bylt-
ingarinnar og uppbyggingarinnar sín séreinkenni í hverju landi.
í þessum skilningi fer hvert riki sína eigin þróunarbraut. Vér
munum koma nánar að því atriði síðar. En skoðuð í ljósi grund-
vailarreglanna er leið Októberbyltingarinnar í samræmi við hin
almennu lögmál byltingar og uppbyggingar á ákveðnum kafla á
þeirri þjóðbraut, er félagsþróun mannkynsins fylgir. Það er ekki
aðeins aðalbraut verkalýðsins í Ráðstjórnarríkjunum, heldur