Réttur - 01.01.1957, Side 130
130
RÉTTUR
opinberum fyrirtækjum gerðu þeir tilraunir með lýðræðislega
stjórn, sem einnig vakti athygli. Kínverska þjóðin fagnar því,
að sættir hafa tekizt milli Ráðstjórnarríkjanna og hinna sósíal-
istísku ríkjanna annarsvegar og Júgóslavíu hinsvegar. Hún fagn-
ar því, að komið hefur verið á vinsamlegum samskiptum milli
Kína og Júgóslavíu og þau efld, og hún óskar eins og júgóslavn-
eska þjóðin sjáif, að Júgóslavia megi halda áfram að eflast og
vinna sigra í sókn sinni til sósíalismans. Vér erum einnig sam-
þykkir sumum þeim skoðunum, sem Tító lætur í Ijós í framan-
greindri ræðu, t.d. fordæmingunni á ungversku gagnbyltingar-
sinnunum, stuðningnum við hina byltingarsinnuðu verkamanna-
og bændastjórn í Ungverjalandi og fordæmingunni á árásarpólitík
franska Sósíalistaflokksins. En vér vorum steini lostnir að sjá,
að hann veittist í ræðu sinni að nærri öllum sósíalistískum lönd-
um og rhörgum kommúnistaflokkum. Tító heldur því fram, að
„hinum kaldrifjuðu stalínistum“ hafi tekizt að halda aðstöðu sinni
í ýmsum flokkum og að þeir muni vilja treysta yfirráð sín og
„þröngva þessum stalínistatilhneigingum að þjóðum sínum og
„öðrum“. Þess vegna segir hann, að „vér verðum að berjast við
hlið hinna pólitísku félaga vorra gegn þessum tilhneigingum,
sem fram koma í ýmsum flokkum, í austrænum löndum eða
vestrænum". Vér höfum ekki séð neinar yfirlýsingar frá félögum
vorum í pólska flokknum, er bendi til þess, að þeir telji nauð-
synlegt að taka fjandsamlega afstöðu eins og þessa gegn bræðra-
flokkunum. Að því er varðar yfirlýsingar Títós, er beindi skeyt-
um sínum gegn svokölluðum ,,stalínisma“, „stalínistum" o.s.frv.,
og lýsir yfir því, að nú velti á því, hvort „stefna sú, er Júgó-
slavía átti frumkvæði að,“ eða svonefnd ,,stalínistastefna“ beri
hærri hlut, þá er þessi afstaða röng, hún getur einungis leitt til
sundrungar innan kommúnistahreyfingarinnar.
Tító hefur réttilega tekið fram, að „er litið er á síðustu atburði
í Ungverjalandi út frá því sjónarmiði, að þar er um að velja sósí-
isma eða gagnbyltingu, hljótum vér að taka upp vörn fyrir stjórn
Kadars. Vér verðum að hjálpa henni“. Hins vegar er tæplega hægt
að kalla hina löngu ræðu um Ungverjalandsmálin, sem Kardelj,
varaforseti framkvæmdaráðs júgóslavneska bandalagsins, flutti á
þingi Júgóslavíu, vörn fyrir ungversku stjórnina eða hjálp við
hana. í ræðu sinni skýrði hann ekki einungis atburðina í Ung-
verjalandi á þann hátt, að enginn greinarmunur var gerður á
vinum og óvinum, hann beindi jafnvel kröfu til félaga vorra 1
Ungverjalandi varðandi nauðsynina á róttækum breytingum á
hinu pólitíska skipulagi", krafðist þess, að þeir afhentu öll völd
1 hendur verkamannaráðanna í Búdapest og öðrum landshlutum,