Réttur - 01.01.1957, Síða 131
RÉTTUR
131
„hvert sem eðli þeirra kann að vera“, og krafðist þess einnig,
að þeir geri ekki neinar „árangurslausar tilraunir til að endur-
reisa kommúnistaflokkinn", „vegna þess að þessi tegund flokks
er í þeirra augum (alþýðunnar — ritstj.) persónugerfingur skrif-
stofuharðstjórnar". Þetta er dæmi um „óstalinistíska stefnu‘‘, sem
Kardelj ráðleggur bræðraflokki. Féiagar vorir í Ungverjalandi
höfnuðu þessari tillögu Kardeljs. Þeir leystu upp verkamanna-
ráðin í Búdapest og annarsstaðar, enda voru þau undir stjórn
gagnbyltingarsinna, og þeir hafa staðfastlega kappkostað að
breikka raðir Sósíalistíska verkamannaflokksins. Vér álítum, að
hinir ungversku félagar vorir hafi gert algerlega rétt í þessu efni.
Að öðrum kosti mundi gagnbyltingin hafa sigrað í Ungverjalandi,
ekki sósíalisminn.
Það er augljóst, að félagar vorir í Júgóslavíu hafa gengið of
langt. Jafnvel þó að gagnrýni þeirra á bræðraflokkunum hafi að
geyma nokkurn sannleikskjarna, þá er meginafstaða þeirra og
þær aðferðir, er þeir nota, ósamrýmanleg grundvallarreglum um
skoðanaskipti milli félaga. Vér óskum ekki eftir að blanda oss
í innanlandsmál Júgóslavíu, en hér er ekki um að ræða innan-
landsmál í því skyni að styrkja samstöðu í röðum hinnar alþjóð-
legu kommúnistahreyfingar og varna því, að óvinirnir fái færi
á að skapa glundroða og sundrung í röðum vorum, getum vér
ekki látið hjá líða að gefa félögum vorum i Júgóslavíu bróðurleg
ráð.
ra.
Ein af hinum alvarlegu afleiðingum af villum Stalíns er sú,
að kreddufesta hefur gripið um sig. Kommúnistaflokkarnir í
ö'lum löndum hófu baráttu gegn kreddufestu, jafnframt því sem
þeir fordæmdu villur Stalíns. Þessi barátta var bráðnauðsynleg.
En sumir kommúnistar hneigðust til þeirrar hugmyndafræðilegu
afstöðu að endurskoða kenningar Marx og Leníns, er þeir tóku
þá stefnu að fordæma Stalín að öllu leyti og setja fram vígorð
um baráttu gegn „stalínisma“. Þessar endurskoðunartilhneiging-
ar eru tvímælalaust vatn á myllu heimsvaldasinna í sókn þeirra
gegn kommúnistahreyfingunni, og þeir hagnýta sér líka þessa
hreyfingu eins og þeim er unnt. Jafnframt því sem vér tökum
eindregna afstöðu gegn kreddufestu, verðum vér að berjast ein-
beittlega gegn endurskoðunarstefnu.
Samkvæmt kenningum Marx og Leníns eru til grundvallar-
lögmál, sem ákvarða þróun mannlegs samfélags, en hin ýmsu
lönd og þjóðir eru í ýmsum sérstökum greinum gerólík. Þannig