Réttur - 01.01.1957, Side 132
132
RETTUR
er stéttabarátta sameiginlegt einkenni með öllum þjóðum, og þær
sækja fyrr eða síðar fram til kommúnisma eftir leiðum, sem í
grundvallaratriðum eru eins, enda þótt frábrugðnar séu í ein-
stökum greinum. Einungis með því að beita af hæfni grund-
vallarreglum marxismans og taka um leið hæfilegt tillit til sér-
eðlis hinna ýmsu þjóða, er hægt að beya málstað verkalýðsins
fram til sigurs. Og ef verkalýður allra landa fer þannig að, mun
hann safna og halda til haga hinni nýju reynslu og þannig leggja
verulegan skerf, sem einnig mun koma öðrum þjóðum að haldi,
í hinn bróðurlega fjársjóð marxismans. Hinir kredduföstu skilja
ekki, að grundvallarreglur marxismans geta ekki birzt í hlut-
bundnum formum veruleikans og gegnt hlutverki sínu í raunhæfu
lífi nema gegnum þjóðernisleg sérkenni. Þeir vilja ekki takast á
hendur alvarlega rannsókn á félagslegum og sögulegum sér-
kennum einstakra landa og þjóða, kæra sig ekki um að beita i
hagnýtu iífi hinum almennu reglum marxismans með hæfilegri
hiiðsjón af þessum sérkennum. Af þessum ástæðum geta þeir
ekki borið málstað verkalýðsins fram til sigurs.
Þar eð marxisminn er vísindaleg alhæfing á reynslu verkalýðs-
hreyfingarinnar í hinum ýmsu löndum, þá er vitanlega ógerlegt
að sækja fram án þess að gefa alvarlegan gaum að spurningunni
um hagnýtingu og reynslu þeirra landa, sem í fararbroddi eru.
Lenín ritaði í bók sinni „Hvað á að gera?“: „Sósíaldemókrata-
hreyfingin er fyrst og fremst alþjóðleg í sjálfum kjarna sínum.
Þetta þýðir ekki einungis það, að vér verðum að berjast gegn
þjóðrembingi, heldur einnig það, að hreyfing, sem er að hefja
starfsemi í ungu landi, getur því aðeins orðið sigursæl, að hún
tileinki sér reynslu annarra landa“. Hér er Lenín að benda á það,
að verkalýðshreyfingin, sem þá var í reifum í Rússlandi, ætti að
hagnýta reynslu verkalýðshreyfingarinnar í Vestur-Evrópu. Sjón-
armið hans er einnig í gildi varðandi það, að hin ungu sósíalistísku
lönd tileinki sér reynslu Ráðstjórnarrikjanna.
En þessa rannsókn verður að framkvæma með réttum aðferð-
um. Því að öll reynsla Ráðstjórnarríkjanna, þar með talin sá hluti
hennar, er varðar undirstöðuatriði, er bundin þjóðernislegum sér-
kennum. Önnur iönd mega ekki apa hana eftir. Eins og áður er
að vikið, hefur reynsla Ráðstjórnarríkjanna einnig að geyma
villur og mistök. Öll þessi reynsia, bæði sigrar og mistök, eru
ómetanlegur fjársjóður fyrir þá, sem eru færir um að rannsaka
hana, því að hún getu hjálpað oss til að forðast krókaleiðir, hvar
sem þess er kostur, og draga úr spjöllum. Og ef þessi reynsla er á
hinn bóginn öpuð eftir gagnrýnislaust ,þá getur jafnvel reynslan
af sigrum Ráðstjórnarríkjanna, svo að ekki sé talað um reynsluna