Réttur


Réttur - 01.01.1957, Page 132

Réttur - 01.01.1957, Page 132
132 RETTUR er stéttabarátta sameiginlegt einkenni með öllum þjóðum, og þær sækja fyrr eða síðar fram til kommúnisma eftir leiðum, sem í grundvallaratriðum eru eins, enda þótt frábrugðnar séu í ein- stökum greinum. Einungis með því að beita af hæfni grund- vallarreglum marxismans og taka um leið hæfilegt tillit til sér- eðlis hinna ýmsu þjóða, er hægt að beya málstað verkalýðsins fram til sigurs. Og ef verkalýður allra landa fer þannig að, mun hann safna og halda til haga hinni nýju reynslu og þannig leggja verulegan skerf, sem einnig mun koma öðrum þjóðum að haldi, í hinn bróðurlega fjársjóð marxismans. Hinir kredduföstu skilja ekki, að grundvallarreglur marxismans geta ekki birzt í hlut- bundnum formum veruleikans og gegnt hlutverki sínu í raunhæfu lífi nema gegnum þjóðernisleg sérkenni. Þeir vilja ekki takast á hendur alvarlega rannsókn á félagslegum og sögulegum sér- kennum einstakra landa og þjóða, kæra sig ekki um að beita i hagnýtu iífi hinum almennu reglum marxismans með hæfilegri hiiðsjón af þessum sérkennum. Af þessum ástæðum geta þeir ekki borið málstað verkalýðsins fram til sigurs. Þar eð marxisminn er vísindaleg alhæfing á reynslu verkalýðs- hreyfingarinnar í hinum ýmsu löndum, þá er vitanlega ógerlegt að sækja fram án þess að gefa alvarlegan gaum að spurningunni um hagnýtingu og reynslu þeirra landa, sem í fararbroddi eru. Lenín ritaði í bók sinni „Hvað á að gera?“: „Sósíaldemókrata- hreyfingin er fyrst og fremst alþjóðleg í sjálfum kjarna sínum. Þetta þýðir ekki einungis það, að vér verðum að berjast gegn þjóðrembingi, heldur einnig það, að hreyfing, sem er að hefja starfsemi í ungu landi, getur því aðeins orðið sigursæl, að hún tileinki sér reynslu annarra landa“. Hér er Lenín að benda á það, að verkalýðshreyfingin, sem þá var í reifum í Rússlandi, ætti að hagnýta reynslu verkalýðshreyfingarinnar í Vestur-Evrópu. Sjón- armið hans er einnig í gildi varðandi það, að hin ungu sósíalistísku lönd tileinki sér reynslu Ráðstjórnarrikjanna. En þessa rannsókn verður að framkvæma með réttum aðferð- um. Því að öll reynsla Ráðstjórnarríkjanna, þar með talin sá hluti hennar, er varðar undirstöðuatriði, er bundin þjóðernislegum sér- kennum. Önnur iönd mega ekki apa hana eftir. Eins og áður er að vikið, hefur reynsla Ráðstjórnarríkjanna einnig að geyma villur og mistök. Öll þessi reynsia, bæði sigrar og mistök, eru ómetanlegur fjársjóður fyrir þá, sem eru færir um að rannsaka hana, því að hún getu hjálpað oss til að forðast krókaleiðir, hvar sem þess er kostur, og draga úr spjöllum. Og ef þessi reynsla er á hinn bóginn öpuð eftir gagnrýnislaust ,þá getur jafnvel reynslan af sigrum Ráðstjórnarríkjanna, svo að ekki sé talað um reynsluna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.