Réttur - 01.01.1957, Side 140
140
RÉTTUR
alþjóðahyggju verkalýðsins og föðurlandsást hverrar þjóðar.
Kommúnistaflokkar allra landa verða að ala félaga sín og alþýð-
una upp í anda alþjóðahyggjunnar, vegna þess að raunverulegir
þjóðarhagsmunir þjóðanna í öllum löndum krefjast vinsamlegs
samstarfs milli þjóðanna. Jafnframt verða kommúnistaflokkar
allra landa að vera formælendur réttlátra þjóðernislegra hags-
muna og þjóðernislegra tilfinninga þjóða sinna. Kommúnistar
hafa alltaf verið og halda áfram að vera sannir föðurlandsvinir.
Þeir skilja, að því aðeins að þeir túlki á réttan hátt þjóðarhags-
muni og þjóðernistilfinningar, geta þeir orðið aðnjótandi raun-
verulegs trausts og sannrar ástar meginþorra þjóða sinna og geta
með góðum árangri rækt meðal alþýðunnar uppeldisstarf í anda
alþjóðahyggjunnar, samtengt á árangursríkan hátt þjóðernistil-
finningar og þjóðarhagsmuni þessara ianda.
Til að styrkja alþjóðlega samstöðu hinna sósíalistísku landa
verða kommúnistaflokkar þessara landa að virða gagnkvæmt
þjóðarhagsmuni og þjóðernistilfinningar. Þetta er sérstaklega
mikilvægt, þegar um er að ræða samskipti flokks í stóru landi
og flokks í litlu iandi.
Til að vekja ekki fjandskap lítils lands verður flokkurinn í
stóru landi sífellt að hugsa um að stofna til samskipta á jafn-
réttisgrundvelli. Lenín hafði rétt að mæla, þegar hann lagði
áherzlu á „skyldu hins hlutvanda kommúnistíska verkalýðs allra
landa að meðhöndla af sérstakri nærgætni og sérstakri alúð það
sem enn lifir af þjóðernistilfinningum í löndum og með minni-
hlutaþjóðum, sem hafa sætt arðráni .. ..“
Eins og áður hefur verið bent á, kom fram hjá Stalín viss
tilhneiging til ágengrar þjóðrembingsstefnu gagnvart bræðra-
flokkum og bræðraþjóðum Megininntak þessarar tilhneigingar er
í því fólgið að virða að vettugi sjálfstæði og jafnréttisaðstöðu
kommúnistaflokkanna og sósíalistískra landa í hinu alþjóðlega
bræðralagi. Þessi tilhneiging átti sínar ákveðnu sögulegu orsakir.
í afstöðu stórra ríkja til smárra eimir auðvitað eftir af vissum
rótgrónum siðum fyrri tíma, þar að auki fer ekki hjá því, að
sigrar, sem flokkur eða land hefur unnið í byltingunni, veki hjá
mönnum hugmyndir um eigin yfirburði.
Það er einmitt af þessari ástæðu, að þörf er skipulagðra aðgerða
til að yfirvinna tiihneiginguna til ágengrar þjóðrembingsstefnu.
Ágeng þjóðrembingsstefna er ekki fyrirbæri, sem eiginleg er einu
landi framar en öðru. Ef landið B er minna en landið A og
skemmra á veg komið, en hinsvegar stærra en landið C og þró-
aðra en það, þá kemur B oft fram sem stórveldi við C þrátt fyrir
ásakanir sínar á hendur A fyrir ágenga þjóðrembingsstefnu. Oss