Réttur - 01.01.1957, Blaðsíða 144
144
BÉTTUR
óvinanna né beiskju eða hvarflandi afstöðu félaga og vina. í
þeim ríkjum, er síðar voru stofnuð, tók verkalýðurinn stjórn
ríkisins í sínar hendur í fyrsta sinn fyrir aðeins fáeinum árum,
og í ríkjunum, sem fyrr voru stofnuð, aðeins fyrir nokkrum ára-
tugum. Það er því ekki hægt að krefjast þess af verkalýðnum,
að hann geri eingin mistök. Skammvinnar og takmarkaðar villur
voru ekki aðeins gerðar á liðnum tíma og eru enn til, heldur
að hann geri engin mistök. Skammvinnar og takmarkaðar villur
siður mun enginn , sem hefur víðan sjóndeildarhring, nokkru
sinni láta siíkt á sig fá og gerast af þeim sökum bölsýnn. Ósigur-
inn ber í sér frækorn sigursins. Einmitt hinar takmörkuðu og
skammvinnu villur yfirstandandi tíma auðga pólitíska reynslu
hins alþjóðlega verkalýðs og búa í haginn fyrir stórkostlega sigra
um alla framtíð. Ef vér gerum samanburð við sögu hinnar borg-
aralegu byltingar í Bretlandi og Frakklandi, þá eru þessi mistök
í starfi voru mjög smávægileg. Bylting brezku borgarastéttar-
innar hófst 1640. En eftir að sigur hafði verið unninn yfir kon-
unginum, var komið alræði Cronwells, og því næst var kon-
ungsættin sett aftur á valdaslól 1660. 1688 frömdu hinir borgara-
legu flokkar valdarán og kvöddu til konung Niðurlanda, er kom
til Bretlands i fararbroddi fyrir hersveitum sjóliða og landhers..
Þá fyrst var tryggt alræði brezkrar borgarastéttar. Franska
borgarabyltingin stóð yfir frá 1789, er hún hófst, fram til 1875,
er þriðja lýðveldið var stofnað, eða í 86 ár. Hún var ákaflega
skrykkjótt — þar skiptust á framfarir og afturhald, lýðveldi og
konungsveldi, ógnarstjórn byltingarsinna og ógnaröld andbylt-
ingarsinna, borgarastyrjöld og styrjöld við önnur ríki, undirokun
annarra landa og uppgjöf fyrir öðrum ríkjum. Enda þótt hin
sósíalistíska bylting hafi átt í vök að verjast fyrir sameinuðum
afturhaldsöflum alls heimsins, hefur þróunarferill hennar verið
miklu sigursælli og traustari. Þetta er einmitt sönnun fyrir ein-
dæma lífsþrótti hins sósíalistíska skipulags. Enda þótt hin alþjóð-
lega kommúnistahreyfing hafi upp á síðkastið orðið fyrir nokkr-
um áföllum, höfum vér lært margt nytsamlegt af því. Vér höfurn
leiðrétt og erum að leiðrétta vissar villur, sem gerðar hafa verið
í röðum vorum og verður að leiðrétta. Eftir að villur hafa verið
leiðréttar munum vér verða sterkari og meira einhuga. Öfugt
við það, sem óvinirnir gerðu sér vonir um, mun málstaður verka-
lýðsins eiga enn meiri sigrum að fagna og mun ekki þoka aftur
á bak.
Varðandi örlög heimsvaldastefnunnar er ástandið næsta ólíkt.
A því sviði rekast á hinir mikilvægustu hagsmunir milli heims-
valdasinna og undirokaðra þjóða, milli auðvaldslanda, milli ríkis-