Réttur - 01.01.1957, Síða 155
RÉTTUR
155
En um aðra leið fékkst ekki samkomulag. Niðurstaðan
varð sú að fulltrúar verkalýðsfélaganna féllust eftir atvik-
um á þá niðurstöðu, sem nú skal greina:
Lagðir eru á neyzluskattar, er skulu nema um 150 millj.
króna. 36% af innflutningnum skal undanþeginn hinum
nýja skatti og eru í þeim flokki algengustu neyzluvörur al-
mennings, og rekstrarvörur til framleiðslunnar. Á aðrar
neyzluvörur, sem ekki teljast til allra brýnustu nauðsynja
er lagt 8% og 11% gjald, og legst hærra gjaldið á 34%
af innflutningnum, en hið lægra á 10%. Loks er lagt hátt
gjald á ýmsar vörur, sem taldar eru miður nauðsynlegar
og eru þar með taldar vörur, sem áður var lagður á báta-
gjaldeyrisskattur, en hann fellur nú niður. I þessum flokki
nema skattarnir 35—80%. I honum eru þó ýmsar nytja-
vörur og má þar til nefna rafmagnsheimilistæki.
Þá er lagt gjald á innlenda framleiðslu og þjónustu og
aukagjald á innlendar tollvörur er nemur samtals um
25 millj. króna.
Þá er lagt 31 millj. króna gjald á duldar greiðslur og
álag á ferðagjaldeyri hækkað úr 25% í 60%. Leyfisgjald
af bifreiðum er hækkað upp í 160%. Loks er lagður 10
millj. króna skattur á bankana.
Jafnframt þessu var ákveðið að leggja á stóreignaskatt,
sem gert er ráð fyrir að nemi 80 millj. króna, þar af inn-
heimtist 15 milljónir á þessu ári og renni til þeirra ráð-
stafana, sem hér um ræðir.
Samhliða þessu voru gerðir nýir samningar við sjómenn
á fiskiskipum um verulegar kjarabætur. Fiskverð til báta-
sjómanna hækkar um 8 aura á kílógr. Hlutasjómenn fá
nú fullt orlof, í stað þess að áður fengu þeir aðeins hálft,
eða 3% af kaupi. Fiskverð til togarasjómanna hækkar
einnig og heitið var löggjöf um lífeyrissjóð togarasjó-
manna. Skattafrádráttur allra sjómanna á fiskiskipum
skyldi hækka allverulega.
Aðrar ráðstafanir til hagsbóta fyrir almenning, sem
ríkisstjórnin hét að framkvæma voru þessar: