Réttur - 01.01.1957, Síða 167
RÉTTUR
167
í vinstra armi, gegn afsláttar-
stefnu Bernsteins. Á Alþjóða-
þingi sósíalista í Basel 1912, —
því, er Þorsteinn Erlingsson
segir frá í fyrirlestri sínum í
„Dagsbrún“ 1913, — hélt hún
einna heitustu ræðuna gegn
stríði. Og þegar stórveldastyrj-
öldin brauzt út 1914 og
flestir sósíaldemókrataflokk-
arnir brugðust sósíalismanum
og fögrum fyrirheitum sinum
svo hræðilega, var Clara Zetkin
ein þeirra, er ásamt Rosu Lux-
emburg, Karl Liebknecht og
Franz Mehring, tóku upp bar-
áttuna gegn stríðinu og fyrir
sósíalisma. Hún varð einn af
foringjum þýzka Kommúnista-
flokksins og háði með þeim
flokki alla hans hetjulegu bar-
áttu, unz yfir lauk og fasisminn
hóf ógnarstjórn sína gegn
þýzkri alþýðu 1933.
Það varð hlutskipti Clöru
Zetkin sem aldursforseta þýzka
ríkisþingsins að setja þingið í
ágúst 1932. Þar beindi hin aldr-
aða baráttukona heitustu og
síðustu ávarpsorðum sínum til
þýzkrar alþýðu um að samein-
ast gegn fasismanum, áður en
það væri of seint.
Clara Zetkin andaðist í
Moskvu 20. júní 1933, þar sem
hún eins og fleiri útlagar höfðu
hlotið griðastað.
Þá hefur Dietz Verlag sam-
tímis gefið út ævisögu Clöru
Zetkin eftir Luise Dornemann,
bók sú er 440 síður, vönduð að
öllum frágangi.
Er vel að þetta helzta útgáfu-
félag sósíalismans minnist þessa
mikla brautryðjanda sósíalism-
ans og jafnréttis konunnar svo
veglega.
E. O.
Mao-Tse-Tung: Ausge-
wáhlte Schriften. Band 1.-4.
Dietz Verlag. Berlín 1956.
Útgáfufélagið Dietz hefur
gefið út úrvalsrit Mao-Tse-
Tung, formanns kínverska
Kommúnistaflokksins og for-
seta kínverska alþýðulýðveld-
isins. Eru þau í fjórum bindum,
4—500 síður hvert, og er þar að
finna nokkuð af helztu ræðum
hans og ritgerðum frá síðustu
30 árum. Er útgáfan byggð á
úrvali, sem stjórn kínverska
Kommúnistaflokksins lét gera
1951.
Þessi útgáfa er að öllu leyti
vel úr garði gerð og er þarna að
finna margt það merkilegasta,
sjálfstæðasta og eftirtektarverð-
asta, sem rætt hefur verið og
ritað um sósíalismann og bar-
dagaaðferð hans síðustu þrjá
áratugina.
Það er eftirtektarvert og ein-
kennandi fyrir þá hæversku og
lítillæti, er einkennir Mao-Tse-
Tung, sem er mesti núlifandi
hugsuður og snjallasti foringi
sósíalismans að rit hans skuli
aðeins gefin út í þessum fjórum
litlu bindum, þótt auðvitað sé
til aragrúi slíks, er allt væri
verðmætt. En Mao mun hafa