Réttur - 01.01.1957, Síða 168
168
RÉTTUR
hindrað að farið væri að gefa
út stórar útgáfur af ritum sín-
um, sem ella tíðkast um siíka
menn.
Marxismanum er orðin mikil
þörf á endurnýjun og viðbót á
kenningum hans með tilliti til
þróunar og reynslu síðustu 40
ára. Lenín endurnýjaði á sínum
tíma og bætti við kenningar
Marx og Engels með tilliti til
tímabils stórveldastefnunnar
(imperialismans) frá 1890 og
fyrstu sósíalistisku byltingar-
innar. Síðan eru liðin 40 ár.
Sósíalisminn er orðinn sterkasta
vald heimsins. Ríki sósíalismans
ná yfir þriðjung veraldar. en
fornar nýlendur, er risið hafa
upp gegn valdi imperialismans,
ná yfir annan þriðjung, — og
í þriðja þriðjungi veraldar er
auðvaldið á fallandi fæti, þótt
grátt sé það fyrir járnum,
grenji mikið sem berserkjum
var títt og bíti í skjaldarrendur.
En það vantar enn að dregnar
séu ályktanir af öllu því, sem
gerst hefur þessi 40 ár, bæði í
ríkjum sósíalismans og annars
staðar í veröldinni, og því bætt
við kenningar Marxismans.
Mao-Tse-Tung er sá maður,
sem af mestri skarpskygni,
snilld og sjálfstæði hefur þróað
marxismann upp á síðkastið,
fyrst og fremst að vísu með til-
liti til aðstæðna í Kína og Asíu
allri, en meginið af hugsunum
hans á erindi til sósíalista um
allan heim. Úrvalsrit þessi eiga
því erindi til allra sósíalista.
Samskonar útgáfa mun og til
á ensku.
f--------------------------------------------------------------^
Til lesenda Réttar
Réttur hefur orðið síðbúinn nú, sem stundum fyrr en þó
óvenjuseint í þetta sinn. Fer því svo að hann kemur ekki út
á árinu 1956 og þessi árgangur 1957 verði 40. árgangur,
næstur á eftir 39. árgangi, er var fyrir árið 1955. — Er
þetta í annað sinn, sem ár fellur úr. Hitt var árið 1945. —
Þá kom Réttur heldur ekki út. Er það svo sem hin atburða-
ríkustu ár í sögu Sósíalistaflokksins, þá er hann tekur þátt
í að skapa ríkisstjórnir eða móta þróun þeirra, séu hin erf-
iðustu um útkomu Réttar!
Hinir þolinmóðu lesendur Réttar eru mikillega beðnir af-
sökunar á þessu og því heitið hér með að 1958 skuli Réttur
koma út sem forðum, 4 hefti á ári, en sleifarlagi, því sem
verið hefur um hríð, skuli hætt.
Ritstj.
v
J