Réttur


Réttur - 01.11.1965, Side 80

Réttur - 01.11.1965, Side 80
288 RÉTTUR auglýsinganna. Auglýsingaáróðurinn ræktar hjá mönnum nýjar og nýjar þarfir. Sumar þeirra eru eðiileg afleiÖing bættra lífskjara og aukinnar menntunar almennings, s. s. þarfir fyrir bætta og fjöl- breytilegri fæðu eða húsbúnað, hluti sem fullnægja listhneigð manna, bækur o. fl. En eftir því sem vöruframleiðslan kemst á hærra stig hefur vöruneyzlan tilhneigingu til að verða takmark í sjálfu sér, án sýnilegra tengsla við eðlilegar og skynsamlegar þarfir manna. Dýrasti draumur margra er að kaupa nýjustu gerðina af hverju sem býðst á markaðinum, burt séð frá því hvort hún tekur hinni eldri fram að notagildi. Óhófleg neyzla nýrra hluta verður helzta ráð manna til að vinna sér álit: sá er virtastur í hinum firrta vöru- heimi sem á nýjustu bílaárgerðina, gljáfægðustu húsgögnin og ný- tízkulegastar „græjur“ yfirhöfuð. Þessu er samfara kerfisbundin eyðsla og eyðilegging gamalla (eða tiltölulega gamalla) muna er halda að fullu notagildi sínu. Þar með hverfur umhirða og virðing eigandans fyrir gömlum hlutum sem orðnir eru hluti af nánasta umhverfi hans eftir áralanga notkun. A þessu sviði sem öðrum eru Bandaríki N-Ameríku gleggsta dæmið um fremdaráhrif vörufram- leiðslunnar. Mannlcgar þarfir og pcningarnir. Vöruframleiðslan og fjöldneyzlan byggjast á þeim eiginleika pen- inganna að vera allsherjarmiðill er meta má allar vörur til jafns við. Nútímamaðurinn lítur á peninga sem sjálfsagða hluti, óminnugur þess að bein vöruskipti tíðkuðust lengi fram eftir öldum, m. a. á Jslandi til forna. Þörfin fyrir peninga kom ekki fram fyrr en milli- liðalaus skipti á einum hlut fyrir annan voru orðin verulegur hemill á verzluninni. Þá komu menn sér saman um að gæða eina vöru, oftast einhvern fágætan góðmálm, hinum sérstöku eiginleikum er peningarnir hafa í dag: að vera sú vara sem skipta má öllum öðrum fyrir og meta til jafns við. Peningarnir eru þannig abstrakt form eða tákn fyrir hin raunverulegu verðmæti sem vinna gefur af sér. Þeir eru í hæsta máta ópersónulegt afl, því að þeir veita eiganda sínum færi á að kaupa hvað sem honum þóknast, jafnvel þótt hann hafi ekkert unnið til þeirra sjálfur. Þar sem þeir tákna samþjappaða vinnu veita þeir einstaklingum miklu meiri möguleika á auðsöfnun en áður voru fyrir hendi. Þar að auki breikka þeir stórlega bilið milli þarfa og langana mannsins sem eru honum eiginlegar, og hlut- anna er hann eignast. Sá sem á gnótt peninga getur hlaöið um sig listaverkum þó að hann sé sneyddur áhuga og skyni á listir. Og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.