Réttur


Réttur - 01.11.1965, Síða 86

Réttur - 01.11.1965, Síða 86
294 RÉTTUR í tengslum við fremd manna gagnvart ríkisvaldinu er hið póli- tíska afskiptaleysi Vesturlandabúa sem er á góðri leið með að breyta hinum borgaralegu lýðræðisstofnunum í innihaldslaus form. Fjöldi manna hefur það á tilfinningunni að einu megi gilda hvort þeir neyti atkvæðaréttar síns eður ei; það séu hvort eð er ekki atkvæði þeirra sem ráði úrslitum. Jafnvel þótt frambjóðendurnir séu fulltrúar fyrir ólíkar stefnur er velja megi um, þá sé ekki mark takandi á orðum þeirra og loforðum. Þegar til kastanna komi séu það ýmsar hagsmunaklíkur og auðhringar sem ráði stefnunni og sjái til þess að ekkert verði úr gefnum loforðum. Stjórnmála- flokkarnir séu þeim fyrirfram skuldbundnir vegna framlaga í kosn- ingasjóði og annars stuðnings í kosningabaráttunni. Stjórnmála- mennirnir séu annaðhvort valdagírugir einstaklingar sem svífíst einskis til að blekkja kjósendur eða draumórakenndir lýðskrum- arar er þekki ekkert til hinna raunverulegu stjórnmála. Kannanir hafa leitt í ljós að þannig hugsar allstór hluti bandarískra kjósenda. Flestir sem til þekkja munu fallast á að þessar hugmyndir séu ekki tómir hugarórar, heldur endurspegli þær að nokkru leyti raunveru- legar aðstæður stjórnmálabaráttunnar í Bandaríkjunum þar sem per- sónupólitík og almenn stjórnmálaspilling er í algleymingi. En það sem skiptir máli í þessu sambandi er það að fjöldi manna hefur öðlazt þá sannfæringu að pólitísk barátta sé tilgangslaus og þar af leiðandi sé til einskis að taka þátt í stjórnmálum, þótt ekki væri með öðru móti en neyta atkvæðaréttarins. Afskiptaleysi, vanmáttar- kennd og sannfæringin um tilgangsleysi allrar pólitískrar starfsemi eru einkennandi fyrir þá mörgu sem orðnir eru framandi samfélagi sínu í pólitísku tilliti. Hér á landi má þegar greina fyrirboða hinnar pólitísku firringar. Frístundirnar og afþreyingin. Einhverjir kunna að spyrja hvort skilgreiningar Marx á firring- unni og sú áherzja er hann leggur á þátt vinnunnar og framleiðsl- unnar í henni, séu ekki að nokkru úreltar, þar eð hann hafi eigi séð fyrir tilkomu sjálfvirkninnar sem ríkjandi framleiðsluafls. Hafa breytt þjóðfélags- og vinnuskilyrði 20. aldarinnar ekki haggað niðurstöðum hans varðandi firringu mannsins er styðjast við 19. aldar aðstæður? Augljóst er að síaukin vélvæðing og sjálfvirkni dregur úr hinum starfræna þætti mannsins í framleiðsluferlinum. I háþróuðum iðnaðarlöndum takmarkast starf hans æ meir við það eitt að fjarstýra vélasamstæðum frá mælaborði. Hann stendur and-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.