Réttur


Réttur - 01.11.1965, Side 95

Réttur - 01.11.1965, Side 95
RETTUR 303 kaupmanninnum með þeim ummælum, að ég gæíi honum eyririnn, sem umfram væri. Ekki vildi þó kaupmaðurinn þiggja gjöf mína, en sendi mér einseyringinn til baka, vafinn inn i silkipappír. Þótt ytra borð lífs míns vær.i svo atburðasnautt sem nú hefur verið greint, gegndi nokkuð öðru máli um hið innra borð þess, eða sálarlífið eins og menn kalla það á hátíðlegu máli. A þessu ári mun ég hafa komizt næst því að verða það, sem kallast mætti heilagur maður. Þótt ég kæmist ekki hjá því að vita af þessu sjálfur, miklaðist ég ekki af því né ofmetnaðist á nokk- urn hátt. Ég reyndi þvert á móti að leyna heilagleika mínum sem mest ég mátti. Þrátt fyrir það komst ég þó ekki hjá því að verða þess áskynja, að heilagleikinn sást utan á mér. Ég heyrði undir væng, að fólkið talaði um mig sem vel innrættan og verulega góð- an ungling, er verða mætti öðrum til fyrirmyndar um háttprýði og gott dagfar. Innst inni kitlaði þetta hégómagirnd mína, því heilögum mönnum þykir einnig lofið gott, næstum eins og hinum vanheilögu. Á meðan ég var enn í bernsku hafði móðir mín mótað viðhorf mitt til æðri máttarvalda á mjög einfaldan og auðskilin hátt. Það var í stuttu máli á þessa leið: í fyrsta lagi, Guð er góður og við eigum að trúa á hann og treysta honum, af því að hann er góður. í öðru lagi, Jesús Kristur kenndi mönnunum að þekkja vilja Guðs. í þriðja lagi, Djöfullinn er ekki til. En guðfræði móður minnar vakti mér enga löngun til þess að verða heilagur maður. Meðan hennar guðfræði var mitt leiðarljós, bélt ég enn áfram að vera andvaralaus, áhyggjulaus krakki, sem lét hverjum degi nægja sína þjáningu. En þá ég óx nokkuð að vizku og náð fyrir guði og mönnum, tók ég að nema guðfræði af bókum. Ég lærði kver og biblíusögur. Ég heyrði sungna Passíusálma og lesnar Vigfúsarhugvekjur og Vídalínspostillu, og ég tók smátt og smátt að tileinka mér glefsur úr þeim fræðum, eftir því sem aldur minn og andlegur þroski færðist í aukana. Þar sem guðfræði móður minnar og guðfræði bókanna greindi á, fór jafnan svo, að bækurnar báru hærri hlut. Spurningin um tilveru djöfulsins varð mér að vísu ærið erfið viðfangs. Eftir langa og harða baráttu, bar þó djöfullinn hærri hlut. Bækurnar hlutu þó, þegar allt kom til alls, að vera óljúgfróðari en móðir mín. Sem ég nálgaðist sautján ára aldurinn, hafði trúfræð.i min fall- ið í nokkurn veginn fastar skorður og náð þeirri fullkomnun, er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.