Réttur


Réttur - 01.11.1965, Blaðsíða 100

Réttur - 01.11.1965, Blaðsíða 100
308 R É T T U R hætti opna eignalausum sveitapilti einhverjar leiðir til náms. Verð í framleiðslu bænda hækkaði með geysihraða. Ef til vill myndi það halda áfram að hækka og þar með skapa fjárhagslegan grund- völl fyrir skólagöngu. En svo kom 1920. Harðindin og fóðurbætiskaupin um vorið og verðfallið mikla og hinar stjarnfræðilega háu tölur öfugu megin í viðskiptareikn- ingunum um haustið. Svo kom kvöldið góða í nóvember, þegar ég sat með aleigu mína í handbæru fé milli fingranna, einseyringinn, sem kaupmaðurinn hafði sent mér til baka af því að hann vildi ekki þiggja hann af mér sem gjöf. Þá gerðist það. Ef til v.ill mætti kalla það kraftaverk. Það skiptir í raun og veru engu, hvað það er kallað, en það var eftirminnileg stund á þessu skeiði ævi minnar. Enn í dag veit ég í rauninni ekki hvað gerðist. I raun gerðist ekkert annað en ég sat á rúmi mínu og rakti, svo sem eins og af rælni, silkipappír.inn utan af einseyringnum. Sem ég sat þar og rakti pappírinn utan af peningnum, fannst mér, sem verið væri að rekja heilagleikann og hugaróranna utan af sjálfum mér. Og þegar peningurinn lá umbúðalaus í lófa mínum, fannst mér sem ég sjálfur stæði eins og umkomulaus, firrtur allri drottinlegri forsjá. Ég minntist þess, er gerst hafði fyrir nokkrum dögum, að guð gaf mér hákarl fyrir lúðu, þann hinn heilaga fisk. Þetta var sem nokkurs konar tákn, eða vísbending um það, er verða vildi. Ég fann þá, að það var ekki fiskur heilagleikans, sem hlaupið hafði á snæri lífs míns, heldur hákarlinn, harður og miskunnarlaus, næst- um ódrægur með köflum. Allan ævidaginn myndi ég standa í því að færa þennan hákarl v.innuþrældómsins undir borð. Með berum höndunum drægi ég inn færið þumlung fyrir þumlung og loksins, þegar allt var innbyrt nema sjálfur drátturinn, myndi skepnan opna kjaftinn, klippa á færið og hverfa til síns upphafs, en sjálfur hefði ég hvorki af henni höld né hams. Þá var ekki annað eftir en róa í Iand, slyppur og snauður, hafandi ekkert sér til réttlætingar á dómsdegi annað en vinnulúnar hendur og sigggróna lófa. Sem betur fór varð þessi dapurlega mynd ekki annað en stund- arfyrirbæri. Sem ég hugleiddi málið nánar, komst ég að þeirri riiðurstöðu, að það hefði einnig getað reynzt býsna erfitt að vera heilagur maðpr alla ævi. Guð skildi þetta ííka, Hann færði sig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.