Réttur


Réttur - 01.11.1965, Page 113

Réttur - 01.11.1965, Page 113
RÉTTUR 321 sóknar sem voru hugmyndafræðilega og íagurfræðilega miðlungi góðar og jafnvel lélegar, en margar afburða listrænar myndir fengu minni aðsókn. Félagsfræðingarnir Karbúsický og Kasan gerðu athyglisverðar athuganir í þessu sambandi. Meir en 60 af hundraði þeirra sem spurðir voru höfðu enga ánægju af tónverkum Dvoraks. 10—20 af hundraði gátu notið klassískra tónleika. Aðeins óperur Smetana áttu hylli 30 af hundraði. En rannsóknir sem þessar einar saman skýra vitanlega ekki orsakirnar fyr.ir þessu tómlæti gagnvart klass- ískri tónlist. Hæfileikinn til að njóta hennar, einkum sinfóníuhljóm- listar, gerir vafalaust kröfur um meiri fagurfræðilega menntun en aðrar greinar listsköpunar. Annað dæmi: Oss hefur að mestu tekizt að útrýma rusli úr bók- menntum, kvikmyndum og leikhúsum, og þó er ennþá dulin þörf íyrir þetta, sem kemur fram í eftirspurn almennings. Þessi dulda eftirspurn kemur í ljós þegar vandamál kvikmyndahúsanna eru rædd, en hjá þeim fer aðsóknin minnkandi. Leiklistarfræðingur- inn Viastimil Urban gerir grein fyrir þessu: „Aðsóknin er ekki á- hyggjuefni þeim leikhúsum sem hafa efnisskrá á boðstólum er nær til tilfinninga og vekur umhugsun hjá áhorfendum um þjóðfélags- leg vandamál og bjóða upp á sterka listræna túlkun. Þau leikhús sem varpa fyrir borð öllum grundvallarreglum og bjóða áhorfend- um léttmeti og rusl, eiga heldur ekkert á hættu. Áhyggjurnar eru þeirra sem ekki eru í fyrri flokknum og vilja ekki hrapa niður í þann síðari, og það er allmikil hætta á að þau verði undir vegna slæmrar fjárhagsafkomu.“ Hér er rétt að vekja athygli á því, að ríkis- sjóður leggur fram u. þ. b. tvöfalda upphæð aðgöngumiðaverðs- ins til leikhúsanna og vegur það þungt á metunum gegn sölusjón- armiðum við samning leikskrár. Listinni var um tíma slæmur greiði gerður með yfireinföldum, „uppalandi“ sjónarmiðum og skapalónaleiðbeiningum. Drap þetta áhuga hjá mörgum listunnendum, m. a. á kvikmyndum og þó eink- um leiklist. Afleiðingarnar af þessu eru tilfinnanlegar enn þann dag í dag. Mest sóttu kvikmyndirnar 1960—1963 voru „Le Bossu,“ „Fracass höfuðsmaður“ og „Eilífur söngur skóganna,“ — að mörgu leyti lélegar og smekklausar myndir. Þessar kvikmyndir nutu mestrar aðsóknar í Bæheimi og Mæri árið 1963. (Hundraðstala seldra miða fyrstu tvo mánuði ársins):
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.