Réttur


Réttur - 01.05.1932, Síða 28

Réttur - 01.05.1932, Síða 28
og sósíaldemokratarnir töldu firru eina og spáðu að yrðu sovétfyrirkomulaginu að falli, verður nú áreið- anlega framkvæmd að fullu á fjórum árum og er þeg- ar framkvæmd í mikilvægustu greinum framleiðslunn- ar á þremur árum og jafnvel á enn skemmri tíma. Nú er svo komið, að mörg auðvaldsríki eru að reyna að skipuleggja framleiðslu sína á líkan hátt að ráði sósíal- demokrata. En slík áætlun er ekki framkvæmanieg þar sem auðvaldið ríkir, og verður jafnvel til þess að auka enn meir andstæður þess skipulags, Menningarframfarir í Sovétríkjunum eru stórkost- legar á öllum sviðum. Nú eru fáir, jafnvel meðal gam- almenna, sem ekki eru læsir og skrifandi. Almennri sjö ára skólaskyldu verður að fullu komið á í lok þessa árs. Auk þess er hverjum verkamanni gefinn kostur á æðri verklegri og bóklegri menntun. Nemendur fá alla kennslu ókeypis og fá námsstyrk svo háan, að fullkomlega nægir til lífsviðurværis. Við allar verksmiðjur eru byggð funda- og samkomu- hús, og í sambandi við þau kvikmynda- og leikhús. — Bókasöfn og lessalir eru í öllum þessum húsum. Hér dvelja verkamenn í frístundum sínum og er félagslíf þeirra öllum til fyrirmyndar. Ríkið ver stórfé árlega til slíkra bygginga víðs vegar um landið. Á Islandi er fræðslumálakerfinu mjög svo ábótavant, lítið sem ekk- ert gert til þess að veita alþýðunni nauðsynlega mennt- un, og nám við æðri skóla ókleift fyrir fátækari stétt verkamanna. Alþýðan í Sovétlýðveldunum hefir ekki aðeins losað sig undan arðráni hinnar innlendu borgarastéttar, heldur hefir henni einnig tekizt að gera land sitt óháð arðráni hins alþjóðlega auðmagns meðan íslenzk al- þýða enn stynur undir tvöföldu oki hins innlenda og erlenda auðmagns. Félagar! Allt þetta hefir ykkur tekist vegna þess að þið hafið undir forustu Kommúnistaflokksins sigr- að borgarana með byltingu og tekið völdin í ykkar hendur. Við höfum komizt að raun um að alræði ör- e^anna er ekki orðin tóm, heldur veruleiki, að hér rík- ir verkalýðurinn og fátækir bændur, undir forustu Kommúnistaflokksins, sem framkvæmir vilja alþýð- unnar. Verkalýðurinn veit, að hann vinnur fyrir sjálf- an sig, skipar sér í áhugalið, sem myndar hið frum- lega kerfi sósíalistiskrar samkeppni um land allt. 92

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.