Réttur


Réttur - 01.05.1932, Blaðsíða 28

Réttur - 01.05.1932, Blaðsíða 28
og sósíaldemokratarnir töldu firru eina og spáðu að yrðu sovétfyrirkomulaginu að falli, verður nú áreið- anlega framkvæmd að fullu á fjórum árum og er þeg- ar framkvæmd í mikilvægustu greinum framleiðslunn- ar á þremur árum og jafnvel á enn skemmri tíma. Nú er svo komið, að mörg auðvaldsríki eru að reyna að skipuleggja framleiðslu sína á líkan hátt að ráði sósíal- demokrata. En slík áætlun er ekki framkvæmanieg þar sem auðvaldið ríkir, og verður jafnvel til þess að auka enn meir andstæður þess skipulags, Menningarframfarir í Sovétríkjunum eru stórkost- legar á öllum sviðum. Nú eru fáir, jafnvel meðal gam- almenna, sem ekki eru læsir og skrifandi. Almennri sjö ára skólaskyldu verður að fullu komið á í lok þessa árs. Auk þess er hverjum verkamanni gefinn kostur á æðri verklegri og bóklegri menntun. Nemendur fá alla kennslu ókeypis og fá námsstyrk svo háan, að fullkomlega nægir til lífsviðurværis. Við allar verksmiðjur eru byggð funda- og samkomu- hús, og í sambandi við þau kvikmynda- og leikhús. — Bókasöfn og lessalir eru í öllum þessum húsum. Hér dvelja verkamenn í frístundum sínum og er félagslíf þeirra öllum til fyrirmyndar. Ríkið ver stórfé árlega til slíkra bygginga víðs vegar um landið. Á Islandi er fræðslumálakerfinu mjög svo ábótavant, lítið sem ekk- ert gert til þess að veita alþýðunni nauðsynlega mennt- un, og nám við æðri skóla ókleift fyrir fátækari stétt verkamanna. Alþýðan í Sovétlýðveldunum hefir ekki aðeins losað sig undan arðráni hinnar innlendu borgarastéttar, heldur hefir henni einnig tekizt að gera land sitt óháð arðráni hins alþjóðlega auðmagns meðan íslenzk al- þýða enn stynur undir tvöföldu oki hins innlenda og erlenda auðmagns. Félagar! Allt þetta hefir ykkur tekist vegna þess að þið hafið undir forustu Kommúnistaflokksins sigr- að borgarana með byltingu og tekið völdin í ykkar hendur. Við höfum komizt að raun um að alræði ör- e^anna er ekki orðin tóm, heldur veruleiki, að hér rík- ir verkalýðurinn og fátækir bændur, undir forustu Kommúnistaflokksins, sem framkvæmir vilja alþýð- unnar. Verkalýðurinn veit, að hann vinnur fyrir sjálf- an sig, skipar sér í áhugalið, sem myndar hið frum- lega kerfi sósíalistiskrar samkeppni um land allt. 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.