Réttur


Réttur - 01.05.1932, Síða 32

Réttur - 01.05.1932, Síða 32
frelsisbaráttunnar, — og fyrstu ómana af frelsis- kenningum sósíalismans. Þá rann saman í eitt, ást- in á frelsi íslenzku alþýðunnar af klafa erlends kon- ungsvalds og innlends embættismannavalds, — og hinsvegar ástin á frelsi allrar alþýðu hvar sem er, af kúgun auðs og yfirvalda, eins og skýrast kom í ljós hjá Þorsteini Erlingssyni og Gesti Pálssyni. í árás- unum á afturhaldssama embættismannastétt og kreddufulla prestastétt runnu saman niðurrifstil- hneygingar bæði borgaralegu byltingarinnar og só- síalismans, svo listaverkin, sem sköpuðust í baráttu þessari, — smásögur Gests og ádeilukvæði Þorsteins, — tilheyra í ^auninni báðum þessum gerandstæðu stefnum, sem sameinast hér einungis vegna þess, hve afar-langt aftur úr Island og Norðurlönd yfirleitt voru orðin. Enda skiftast brátt leiðir hópsins, sem mestan usla gerði í íslenzkum bókmenntum 1890— 1900; aðal-hópurinn gengur brautir borgaranna með Hannes Hafstein og Einar Hjörleifsson Kvaran í broddi fylkingar, en Þorsteinn finnur leiðina til verklýðshreyfingarinnar, og Gestur myndi tvímæla- laust hafa lent þangað einnig, ef honum hefði enzt aldur. — Eftir þessa baráttukviðu, sem kennd er við Bran- des og þessa lærisveina hans, er dauft yfir íslenzkri skáldsagnalist í langan tíma, hvað virka þátttöku í höfuðmálum mannfélagsins snertir. Borgarastéttin, sem ásamt róttækari bændum, fagnaði brautryðjendunum frá 1882, sem talsmönnum hugsjóna hennar og frelsisbaráttu, tekur sjálf, meir og meir, að umskapa Island í sinni mynd og skapa þar með vandamál, sem hún ekki óskar eftir að hreyft sé við. Að sama skapi sem útgerð hennar og auður vex, skapast öreigalýðurinn á mölinni heima fyrir, en samböndin við erlenda auðvaldið styrkjast. Og loks kemur þar að, að þróunin er fullkomnuð: Borgarastéttin, sem var byltingarsinnuð, er orðin aft- 96

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.