Réttur


Réttur - 01.05.1932, Side 38

Réttur - 01.05.1932, Side 38
ber sannarlega einn þáttur af þeirri sök — og munura við koma að því síðar. III. Með Halldóri Kiljan Lax- ness hefir einhver mesti skap- ' andi andans maður hinnar ungu kynslóðar, sem fædd er um 1900 og mótast í stormum byltinganna frá 1917, gengið í lið með verka- lýðnum í sosialistiskri frels- isbaráttu hans. Öreigalýður Islands hefir þar með eign- ast hinn skarpasta gagnrýn- anda borgaralegs skipulags, en um leið speking og fræði- mann mikinn. En með Halldóri Stefánssyni fær sósíalisminn á Is- landi tvímælalaust einhvern þroskaðasta listamann í sinni grein, smásagnalistinni, sem landið nokkurn tíma hefir eignast. Halldór ber sömu merkin og Kiljani hvað vald á því bezta í borgaramenningunni snertir. Á þeim báðum eru auðsæ mót erlendu stórborga- menningarinnar, — og það eru þau áhrif, sem skilja þá svo skarplega frá alþýðuskáldum eldri kynslóðar- innar: Kristínu Sigfúsdóttur, hinni viðkvæmu skáld- konu sveitaörbyrgðarinnar, og Theodór Friðrikssyni, skáldi farandverkalýðs íslands og smáþorpanna með sitt drepandi tilbreytingarleysi. H. St. er fyrst og fremst listamaður í stíl. Hjá hon- um rennur saman stílfegurð Islendingasagnanna við eimlestarhraða Expressionismans. Myndir mannlífsins þjóta fram hjá meitlaðar í ,,setningar“, sem oft sam- anstanda eingöngu af einu orði. Hámarki sínu nær þessi frásagnalist í sögunni „Liðsauki", þar sem höf. lýsir lífi öreiganna í Berlín. Þar er hann auðsjáanlega 102

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.