Réttur


Réttur - 01.05.1932, Síða 58

Réttur - 01.05.1932, Síða 58
þessu reyna þeir að beina athygli sjómanna og verka- manna frá aðalatriðinu — baráttu og samfylkingu móti launalækkunum. Aðstoð kratabroddanna í ofsóknunum gegn kommúnistum og róttækum verkalýð, afhjúpar einnig auðvaldsþjónustu þeirra og fjandskap við auk- in samtök og samfylkingu verkalýðsins 1 dægurbarátt- unni. — Kommúnistaflokkurinn hefir óþreytandi brýnt fyrir verkalýðnum nauðsyn samfylkingarinnar, til þess að verjast árásum atvinnurekenda, og til þess að sigra í baráttunni fyrir hagsmunakröfunum. Verkalýðurinn hefir, undir forustu kommúnista á Akureyri og víðar, sannað í reyndinni, hvers samfylkingin er megnug. Kjörorð sjórrumna og hafnarverkamanna í dag er samfylking gegn launalækkunum, en fyrir atvinnu, at- vinnuleysisstyrkjum og betri lífsskilyrðum, samfylking gegn hungursárás útgerðar-auðvaldsins. Og nú ríður á að skapa þessa samfylkingu í reyndinni; undir stjóm verkalýðsins sjálfs. V í Ð S J Á Stéttabaráttan harðnar. Við harðnandi kreppu uxu að sama skapi tilraunir íslenzku burgeisastéttarinnar til að velta afleiðingum hennar af sér yfir á verkalýðinn með lækkuðum laun- um. Eftir lok vertíðarinnar á Suðurlandi hófst árás þessi fyrst fyrir alvöru undir forustu togaraeigenda í Reykjavík, fyrst og fremst Kveldúlfs. Urðu þó ekki opinberar deilur syðra, nema í Vestmannaeyjum, en hins vegar tókst að lækka laun sums staðar, jafnvel á fiskverkunarstöðvum í Reykjavík, með því að láta vinna þar undir taxta, án þess að fá honum breytt op- inberlega. Maídeilan í Vestmannaeyjum. — Sigur verkalýðsins. Launalækkunartilraun Kveldúlfs í Vestmannaeyj- um mistókst. Var það því að þakka, að verkalýður 122

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.