Réttur


Réttur - 01.05.1932, Side 62

Réttur - 01.05.1932, Side 62
og- dómarar, hlýddu boðum hennar og blaðaæsingi.. Kommúnistar voru kallaðir fyrir rétt. Er þeir neituðu að gefa nokkrar upplýsingar (— svo sem leyfilegt er fyrir rétti í flestum löndum Evrópu —), meðan hneykslismál yfirstéttarinnar væru kæfð niður, voru 4 þeirra dæmd í tugthús samkvæmt konungsbréfi frá 1795. Bréf Kristjáns VII Danakonungs, sem var vit- skertur, eins og kunnugt er, og aldrei hefir verið birt sem íslenzk lög, er notað sem átylla til að fangelsa kommúnista 1932. Sjálfstæðisflokkurinn, sem glamr- ar um „lýðveldi“, „móti konungseinveldi“, „móti Danadrotnun“, lætur dæma í tugthús, upp á vatn og brauði samkvæmt boðskap vitlauss Danakomgs frá' 1795. Hræsnin og yfirdrepsskapurinn náði hámarki sínu. — „Hungursstræka“ og kröfugöngur. Fangelsuðu kommúnistarnir svöruðu með að neita að borða „þurra brauðið". Verkalýðurinn úti fyrir svaraði með mótmælum alls staðar af landinu og í Reykjavík með voldugustu kröfugöngu, sem þar hefir sézt. Lýðhreyfingin frá 7. júlí vaknaði á ný og skaut borgurunum skelk í bringu. í viðureigninni við hinn róttæka verkalýð og forustu hans, kommúnistaflokk- inn, beit burgeisastéttin og varðhundar hennar í blá- grýti. Á skammri stund skipaðist veður í lofti. Burgeisablöðin steinþögnuðu af hræðslu og sneypu. Alþýðublaðið þorði aldrei að segja frá fangelsunun- um, en varaði við kröfugöngum, og bannaði „sínu fólki“ að taka þátt í þeim; urðu þær þá hvað fjöl- mennastar. Og hvorki dómsmálaráðuneytið né dóm- arinn þorðu eftir kröfugönguna miklu að halda föng- unum lengur inni, og þeim var öllum sleppt út. En um allt land var rætt um réttarfarið þar sem kommúnistar eru fangelsaðir út af því að berjast fyr- ir atvinnu handa atvinnulausum, en bankastjórum, ráðherrum og miljónamæringum hlíft við ákærum fyrir svívirðilegt og glæpsamlegt atferli. Kommúnistaflokkurinn hafði farið með sigur út úr baráttunni við gerspillt réttarfar. Og bæjarstjórnin hafði lært að taka tillit til atvinnuleysingjanna. Hún lét 200 hafa vinnu næst. 126

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.