Réttur


Réttur - 01.08.1968, Page 23

Réttur - 01.08.1968, Page 23
tveggja er eftir reynslu síðustu vikna meira en nokkru sinni fyrr, og ylti þróun mála á því einu, væri bjartsýni vissulega leyfileg. En svo er ekki: annað höfuðskilyrði er, að í Sovétríkjunum verði einhverjar þær breyt- ingar, sem auki svigrúm og athafnafrelsi Tékka. Slíkar breytingar eru vart á næsta leyti og hlytu í öllu falli að kosta meiri háttar átök. Þau öfl, sem svo mjög hræddust um- bæturnar í Tékkóslóvakíu, eru ekki likleg til að láta mótspyrnulaust undan síga, þegar röðin kemur að þeirra eigin landi. Stuðningur framfarasinnaðra afla erlendis (og einungis þeirra; „stuðningur” afturhalds- afla, sem reyna að gera sér úr málinu póli- tíska gróðalind, er Tékkum auðvitað verri en gagnslaus) getur haft r.okkur áhrif á fram- vinduna. Kommúnistar og vinstrisósíalistar í Vestur-Evrópu hafa yfirleitt tekið mjög skel- egga afstöðu í málinu, en hún hefði haft enn meiri áhrif, ef byltingaröfl annars staðar í heiminum hefðu farið að dæmi þeirra. A það hefur þó mikið vantað og víða hefur komið fram algjört skilningsleysi (sorglegasta dæmið er afstaða Kúbu). Róttækir vinstri- menn í Evrópu ættu þó ekki að slíta vegna þessa tengsl sín við Kúbu eða önnur lönd og hreyfingar í þriðja heiminum, sem svipaða afstöðu hafa tekið, heldur leggja sig fram um að skýra málið fyrir þeim í alþjóðlegu samhengi. Eitt af því, sem atburðirnir í Tékkóslóvakíu hafa leitt í ljós, er nauðsyn virkrar alþjóðahyggju, sem ekki sveiflast á milli tilfinningavímu og pragmatisma, heldur byggir á traustum þekkingarlegum forsend- um. (Riœða flutt á fnndi Alþýðnbandalagsins í Rsykjavík 5. sept. 1968). 147

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.