Réttur


Réttur - 01.08.1968, Page 35

Réttur - 01.08.1968, Page 35
háskóla, minnkandi loftárásir á N-Vietnam — allir þessir atburðir báru vott um þróun og hreyfingu og gáfu framfarasinnum byr undir báða vængi. Vonir þeirra eru nú að engu orðnar, og andrúmsloftið er þrungið annarlegum drunga og vonleysi, að því er fréttamenn skýra frá. Friðarumleitanirnar hjakka í sama farinu, og enginn virðist lengur gefa gaum að þeim, friðarhreyfingin hefur allt að því lognazt út af, svertingjarnir hafa látið miklu minna á sér bæra en undanfarin sumur, þótt komið hafi til uppþota í nokkr- um borgum (einkum í Cleveland). Styrjald- arreksturi.nn í Víetnam hefur fremur magnazt en hitt; meira að segja hippíahreyfingin í San Francisco hefur orðið deyfðinni og af- skiptaleysinu að bráð. Með tilliti til þess hvernig framboð réðust fyrir forsetakosningarnar, er ekki undarlegt þótt vonleysið hafi gripið hugi manna í bili. Nixon og Humphrey eru að vísu næsta ólíkar manngerðir, misjafnlega skapi farnir og allur ferill þeirra er ólíkur, en í raun og veru er Þrtðji frambjóðandi George Wallace og eiginkona hans. Hubert Humphrey. það hverfandi lítið sem skilur þá að í póli- tískum efnum. Það er í hæsta lagi hægt að greina hjá þeim mismunandi áherzlur, hinar sömu og hafa hingað til forðað flokkum demókrata og repúblikana frá því að renna saman í eina „þjóðstjórnar-samsteypu ". Báðir hafa svipaða afstöðu til tveggja höfuðvanda- mála bandarískra stjórnmála, Vietnamstríðs- ins og kynþáttavandamálsins (sem réttara væri að kalla „vandamál hvíta mannsins"). A flokksþingi demókrata í Chicago svín- beygði Humphrey sig undir stríðsstefnu John- sons, en Nixon gagnrýnir aftur ríkisstjórnina fyrir að sýna of mikið hik í styrjaldarrekstr- inum. Báðir játa þó í orði kveðnu nauðsyn þess að draga Bandaríkin upp úr stríðsfeninu. Varla verður meiri munur greindur á afstöðu þeirra til kynþáttavandamálsins; ef nokkur er, þá er Nixon „harðari" í garð svertingja, hampar slagorðinu „Law and order" (lög og regla), en Humphrey svarar með orðunum „Order and justice" (regla og réttlæti). Hinn síðarnefndi mælir með auknum fjárveiting- 159

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.