Réttur


Réttur - 01.10.1977, Page 7

Réttur - 01.10.1977, Page 7
Nýkjörinn formaSur Alþýðubandalagsins, Lúðvík Jósapsson, ávarpar landsfundinn. inga- og gjaldeyrisviðskiptum þjóðarinn- ar, sem felur í sér uppgjöf stjórnvalda í viðureigninni við verðbólguna og ógnar fjárhagslegu sjálfsforræði þjóðarinnar. Hin nýja stefna er mörkuð undir kjiirorði frjálsra gjaldeyrisviðskipta en þetta þýðir að í stað krónunnar sé raunverulega tek- inn hér upp erlendur gjaldmiðill. Til að hrinda fram þessari stefnu þyrfti stór- kostleg erlend lán og hrikalega gengis- lækkun krónunnar. Þessi stefna þýðir í raun að opna íslenska hagkerfið upp á gátt, og tengja það beint hagþróun og hagsveiflum alþjóðlegs peningakerfis. Reynsla síðustu ára felur í sér dýr- keyptan lærdóm fyrir íslenskt launafólk. An stjórnmálalegs styrkleika næst ekki varanlegur árangur í kjaramálum eða grundvöllur fyrir alhliða atvinnulegum, félagslegum og menningarlegum fram- förum. Alþýðubandalagið er eini stjórn- málaflokkurinn, sem launafólk á íslandi getur treyst til þeirrar stjórnmálalegu sóknar sem brýtur niður valdastöðu liægri aflanna. Landsfundur Alþýðubandalagsins árétt- ar forystuhlutverk flokksins í hinni stjórnmálalegu baráttu verkalýðsstéttar- innar og fyrir víðtækum hagsmunum alls launafólks, fyrir efnaiiagslegri endurreisn í stað sívaxandi óðaverðbólgu, fyrir ís- lenskri atvinnustefnu í stað erlendrar stóriðju, fyrir stjórnarfarslegu og efna- hagslegu sjálfstæði í stað þeirra fjötra sem nú eru ofnir af erlendum lánastofnunum, auðhringum og hernaðarveldum, Kaupmáttur hækkaði um 30% Við stjórnarskiptin á miðju ári 1974 gerði Þjóðhagsstofnun úttekt á stöðu efnahagsmálanna. Helstu niðurstöður hennar voru: — aS tekjur og gjöld rikissjóðs voru í jafnvægi 215

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.