Réttur


Réttur - 01.10.1977, Page 25

Réttur - 01.10.1977, Page 25
Esperantista í Sofíu í sumar, skrímslinu í Grjótárvatni, skrímslinu í Baulárvalla- vatni, skrímslinu í Hraunfjarðarvatni, orminum í Lagarfljóti? Viturlegast hefði máski verið að lyfta huganum frá landráðabálkinum til fjórðu dimensíonarinnar, hvar reimleik- arnir hér í íbúðinni gera sig annað veifið sýnilega og heyranlega og kemur fyrir þefjanlega. Sá síðasti lét sig birtast að rnorgni hins 30. apríl. Ég var vaknaður í orínu svefnlierbergi uppi á fjórðu hæð og sestur framan á rúmstokkinn, sem er um tvö fet frá glugga. Þá verð ég skyndilega var við, að eitthvað þýtur með eldingar- hraða yfir rúmið mitt, rétt við hliðina á mér, strýkst við hægri fótlegginn á mér nakinn, rétt ofan við ökla, og gerir all- snarpan hnykk á þykka og bosmamikla glnggagardínu, tæp tvö fet frá rúm- stokknum, líkast því sem það smygi upp hak við hana. Lengri var þessi reimleiki ekki. Glugginn var lokaður, rúður tvci- faldar, bjart í lierberginu. Hvað var þetta? Ég gerði allar mögulegar tilraunir bl að rannsaka það, en varð engu nær. Ætli það liafi ekki verið eitt örlítið spesímen af lífinu eltir dauðann? Þótt ég telji mig kommúnista, hef ég aldrei getað orðið efnishyggjumaður og annarslífsafneitari og álít þær kenningar Urelta heimsku, neikvæða hjátrú. Þeir Marx, Engels, Lenín og Stalín vissu tninna um annað líf en ég, þó að ég viti lítið, en létu sig þó liafa það í krafti fá- h'æðinnar, að innræta fólki, meinloku •nateríalismans og útslokknunarinnar, á- 'eiðanlega til mikils tjóns fyrir fram- gang sósíalismans. Mér er sagt, að í sendi- ráði Sovétríkjanna hér í borg séu Brynj- ólfur Bjarnason og ég ekki taldir vera kommúnistar, af því að við trúum á líl eftir dauðann. Það er nú reyndar ekki rétt um Brynjólf, að hann trúi á líf eftir dauðann. En hann neitar því ekki og tel- ur mannlífið tilgangslaust með öllu, ef framhaldslíf væri ekki til. Þar á móti hef ég verið sannfærður um líf eltir dauðann í 43 ár. Hins vegar er ég og hef alltaf verið andstæður kirkju og prestum, tel þær stofnanir hemil á and- legum framförum mannkynsins og óvið- komandi lífinu eftir dauðann og „öðrum heimi“, sem er náttúrufræðilegt og eðlis- fræðilegt fyrirbrigði eins og okkar heim- ur, enda framhald af honum með meiri bylgjutíðni. En það er furðulegt, live vírus efnis- hyggjunnar getur verið lífseigur í mönn- um, sem á annað borð hafa fengið hann í kroppinn. Það má segja þar um það, sem Þorsteinn kvað: „Því þekking má hjá mönnum ekki neitt / og margföld reynsla jafnvel ekki heldur.“ Innspýt- ingar hinna nýrra vísinda sýnast þarna litlu hafa fengið um þokað. Annars er mér það ekkert áhugamál, að menn trúi á líf eftir dauðann. En mér persónulega hefur verið það mikil brjóst- birta, síðan Hitler og lærisveinar hans hurfu niður í undirdjúpin, að vita að Helvíti er til. Læt ég hér svo útrætt um alla hluti og bið þig að afsaka þennan langhund, sem ég hef verið að' hlaupa í að setja saman síðan 6. mars, en nú er 24. maí. Með innilegri kveðju. Þórbergur Þórðarson. Bréfið hefur hvílt sig hér í skúlfu, mænandi eftir að á sér gerðist almættis- verk til betrumbóta, hvað þó hefur ekki 233

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.