Réttur


Réttur - 01.10.1977, Page 32

Réttur - 01.10.1977, Page 32
hlutafé,sem „valinkunnir heiðursmenn" fengju að kaupa með góðum kjörum. Að vísu gæti þessi „góði business“ strandað á því að þessir lierrar kæmu sér ekki sam- an um skiptingu hlutafjárins og þar með valdsins. (Þegar ég nefni það að selja 5000 milj- ón króna eign — eins og Landsbanka Is- lands — á 200 miljónir króna hlutafélagi „réttra manna", þá er það svipað hlutfall milli söluverðs og eignar og var, er Al- þingi sanrþykkti fyrir 30 árum heimild til að selja hlutabréf ríkisins í rekstrar- félagi Áburðarverksmiðjunnar á nafn- verði — og gera kaupendurna að eigend- um um leið: selja 187 miljón kr. eign á 6 miljónir. Kaupendur hefðu þá verið S.Í.S. og einstakir fésýslumenn: helm- ingaskipti? — Og frekja braskaranna í Ihaldinu og sálufélaga þeirra í Framsókn, hefur ekki minnkað á síðustu 30 árum. Og þessum sömu kumpánum hefur haldist það uppi áratugum saman að láta ríkið selja olíufélögum samskonar helm- ingaskiptamanna alla olíu og bensín, sem rikið kaupir, svo réttir menn geti grætt á því). Það er lífsnauðsynlegt að alþýðan öl 1 átti sig á Jdví hve hættulegur sá áróður er, sem fésýsluflokkarnir reka gegn „ríkis- bákninu“. Það Jrarf að skipuleggja ríkis- fyrirtækin betur en nú er gert - ekki láta braskarana stela þeim. En Jrað bákn, sem er að sliga þjóðina, er verslunarauðvaldið með allri þess of- hleðslu, eyðslu og skipulagsleysi: tugi tryggingafélaga í stað eins eða Jrriggja, þrjú olíufélög í stað eins, hundruð lieild- sala o. s. frv. Og þetta verslunarvald er með „frjálsri“ verslun sinni: sífelldum viðskiptahalla að steypa þjóðinni í ó- botnandi skuldafen - og braskpostular þess standa í fararbroddi í hvert sinn, er kauphækkanir verða, heimtandi verð- hækkanir, verðbólgu og gengislækkanir, en tryggjandi sjállu sér víðtækt skatt- frelsi. Aljiýða íslands verður því að vera vel á verði gegn áróðri fésýsluflokkanna og fyrirhuguðum aðgerðum Jreirra, en herða að sama skapi baráttu sína fyrir Jrví að steypa verslunarauðvaldinu úr þeim valdasessi, sem það nú situr í, og bakar sem fyrrum aljaýðunni og þjóðinni allri stórtjón með pólitík sinni. 240

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.