Réttur


Réttur - 01.07.1978, Blaðsíða 8

Réttur - 01.07.1978, Blaðsíða 8
inn knúði fram lýðréttindin, lýðræðið, í harðvítugri baráttu við burgeisastétt allra landa. Auðvaldið hafði barist gegn þessari þróun með kjafti og klóm, með áróðri einkafjölmiðla sinna, og lögreglu sinni og her, er í hart sló. En ekki hafði auðvaldið fyrr orðið undir í þessari baráttu, en það snéri blað- inu við. Burgeisastéttir heims lærðu það af brautryðjendastétt sinni í heiminum, bresku borgarastéttinni, að hræsna, þykj- ast sjálf vera hlynnt frelsi, kosningarétti, lýðræði, þegar þær gátu eða þorðu ekki lengur að hindra það. En þær héldu samt alltaf liarðstjórninni, fasismanum, í bak- höndinni, ef lýðræðið skyldi bregðast þeim sem drottnunaraðferð. II En þótt harðstjórn auðvaidsins yrði að víkja af hinu pólitíska sviði í mörgum löndum, þá var henni þó viðhaldið, eftir því sem auðvaldið megnaði, á efnahags- sviðinu. Að vísu tókst verkalýðnum með launa- og réttindabaráttu sinni í hálfa aðra öld, að þrengja að harðstjórninni: knýja fram stórfelldar launabætur, lýð- réttindi, viðunandi vinnutíma, orlof o. s. frv. Það var samhjálp verkalýðsins, sem vann hér kraftaverkin gegn grimmd hinn- ar „frjálsu" samkeppni, og þó ekki nóg, meðan auðvaldinu sjálfu enn tekst að halda völdum: í dag eru 17 milljónir at- vinnuleysingja í helstu iðnaðarríkjum heims, milljónum æskumanna neitað um vinnu og menntun, en Atlantshafsbanda- lag auðmannanna ákvað á síðasta fundi sínum að bæta milljörðum dollara við hernaðarútgjöld sín — vopnahringunum til mikillar gleði. En samtímis er svo skipulögð árás á lífskjör verkalýðsins: Ef Nato er liœgri hönd hins alþjóðlega auð- valds, þá niá gjarnan kalla Alþjóðagjald- eyrissjóðinn (eða Alþjóðabankann) vinstri höndina. Og alþjóðaauðvaldið set- ur annan hvorn hnefann í borðið, eftir Jdví hvar þeim finnst hagsmunum sínum ógnað. Nato-löndin senda hermenn, ef alþýðuuppreisn ógnar auðlindum þeirra í Zaire, — og við skulum taka tvö dæmi hvernig Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kúg- ar sjálfstæð ríki til að reka Jrá pólitík, sem honum þóknast, ef hann hefur getað smeygt skuldafjötrunum á Jjau. Og alþjóðaauðvaldið hefur smátt og smátt sameinast í nokkra volduga auð- hringi, sem ráða verðlaginu í hinum svo- kallaða ,frjálsa viðskiptaheimi: Nú sem stendur ráða 200 stærstu auðhringirnir 50% iðnaðarframleiðslu auðvaldsland- anna og meir en 60% af útflutningi auð- valdsheimsins. ,,Verslunarfrelsið“ er Jrví (nú á tímum) orðið tómt í reynd, yfirvarp, sem auð- hringarnir nota til að klófesta valdið yfir fyrirtækjum smáþjóðanna, og veigra sér þá ekki við að nota ríkisvaldið í sína Jrágu, er á Jrarf að lialda. Gatt, alþjóða- nefndin fræga, telur 1976 að 40% versl- unarinnar á auðvaldsmarkaði heims hafi verið hindruð með ríkisafskiptum. En víkjum nii að tveim nýjum dæmum hinnar efnahagslegu heims-harðstjórnar auðvaldsmiðstöðvanna. III Aljijóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) er aðallánardrottinn Perú. Erlendar skuldir landsins hafa vaxið úr 900 milljónum dollara 1970 í 8 milljarða dollara á Jressu 152
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.