Réttur - 01.07.1978, Blaðsíða 8
inn knúði fram lýðréttindin, lýðræðið,
í harðvítugri baráttu við burgeisastétt
allra landa.
Auðvaldið hafði barist gegn þessari
þróun með kjafti og klóm, með áróðri
einkafjölmiðla sinna, og lögreglu sinni og
her, er í hart sló.
En ekki hafði auðvaldið fyrr orðið
undir í þessari baráttu, en það snéri blað-
inu við. Burgeisastéttir heims lærðu það
af brautryðjendastétt sinni í heiminum,
bresku borgarastéttinni, að hræsna, þykj-
ast sjálf vera hlynnt frelsi, kosningarétti,
lýðræði, þegar þær gátu eða þorðu ekki
lengur að hindra það. En þær héldu samt
alltaf liarðstjórninni, fasismanum, í bak-
höndinni, ef lýðræðið skyldi bregðast
þeim sem drottnunaraðferð.
II
En þótt harðstjórn auðvaidsins yrði að
víkja af hinu pólitíska sviði í mörgum
löndum, þá var henni þó viðhaldið, eftir
því sem auðvaldið megnaði, á efnahags-
sviðinu. Að vísu tókst verkalýðnum með
launa- og réttindabaráttu sinni í hálfa
aðra öld, að þrengja að harðstjórninni:
knýja fram stórfelldar launabætur, lýð-
réttindi, viðunandi vinnutíma, orlof o. s.
frv. Það var samhjálp verkalýðsins, sem
vann hér kraftaverkin gegn grimmd hinn-
ar „frjálsu" samkeppni, og þó ekki nóg,
meðan auðvaldinu sjálfu enn tekst að
halda völdum: í dag eru 17 milljónir at-
vinnuleysingja í helstu iðnaðarríkjum
heims, milljónum æskumanna neitað um
vinnu og menntun, en Atlantshafsbanda-
lag auðmannanna ákvað á síðasta fundi
sínum að bæta milljörðum dollara við
hernaðarútgjöld sín — vopnahringunum
til mikillar gleði. En samtímis er svo
skipulögð árás á lífskjör verkalýðsins: Ef
Nato er liœgri hönd hins alþjóðlega auð-
valds, þá niá gjarnan kalla Alþjóðagjald-
eyrissjóðinn (eða Alþjóðabankann)
vinstri höndina. Og alþjóðaauðvaldið set-
ur annan hvorn hnefann í borðið, eftir
Jdví hvar þeim finnst hagsmunum sínum
ógnað. Nato-löndin senda hermenn, ef
alþýðuuppreisn ógnar auðlindum þeirra
í Zaire, — og við skulum taka tvö dæmi
hvernig Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kúg-
ar sjálfstæð ríki til að reka Jrá pólitík, sem
honum þóknast, ef hann hefur getað
smeygt skuldafjötrunum á Jjau.
Og alþjóðaauðvaldið hefur smátt og
smátt sameinast í nokkra volduga auð-
hringi, sem ráða verðlaginu í hinum svo-
kallaða ,frjálsa viðskiptaheimi: Nú sem
stendur ráða 200 stærstu auðhringirnir
50% iðnaðarframleiðslu auðvaldsland-
anna og meir en 60% af útflutningi auð-
valdsheimsins.
,,Verslunarfrelsið“ er Jrví (nú á tímum)
orðið tómt í reynd, yfirvarp, sem auð-
hringarnir nota til að klófesta valdið yfir
fyrirtækjum smáþjóðanna, og veigra sér
þá ekki við að nota ríkisvaldið í sína
Jrágu, er á Jrarf að lialda. Gatt, alþjóða-
nefndin fræga, telur 1976 að 40% versl-
unarinnar á auðvaldsmarkaði heims hafi
verið hindruð með ríkisafskiptum.
En víkjum nii að tveim nýjum dæmum
hinnar efnahagslegu heims-harðstjórnar
auðvaldsmiðstöðvanna.
III
Aljijóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) er
aðallánardrottinn Perú. Erlendar skuldir
landsins hafa vaxið úr 900 milljónum
dollara 1970 í 8 milljarða dollara á Jressu
152