Réttur


Réttur - 01.07.1978, Blaðsíða 56

Réttur - 01.07.1978, Blaðsíða 56
 „Þegar í hart kemur“ „Engir einstakir menn geta ltald- ið rnáliun vorum áiram, þegar í ltart kemur, nema þeir séu vissir um aðstoð alþýðu, hvort sem þeir sjrtlfir standa eða falla." Jón Sigurðsson, forscti, á Mikjáls- messu, 29. sept. 1851 i bréfi til Stefáns Jónssonar á Reistará við Eyjafjörð. ■K „Taktu nú ekki orð mín samt sem illu gamni fagni ég, þegar að svo af skornum skammt skiýlaus rétturinn kemst á veg. Hefndardagurinn eftir er, „en enginn veit, nær þetta sker“. Samt sem áður held ég hitt, hver muni seinast éta sitt.“ Jónas Hallgrlmsson: í „Annað kvœOi um alþing" (1843). Gömul lýsing á því sem nú heitir verSbólgugróði „Er það gleði andskotans, umboðslaun og gróði, fémunir þá fátæks manns fúna í rfkra sjóði.“ Bólu-Hjálmar. ■k Forspá um hlutafélög [Þegar hótanir um uppsagnir á verkafólki dynja nú yfir frá ein- ræðisherrum í atvinnulífinu, er gott að minnast liverju Þorsteinn Erlingsson spáði, er hann ræddi verkefni verkalýðsins og sagði að „auragræðgin sé að taka hér trölla- skref einmitt á þessum árum".] „Einkum kemur þetta berlega fram, þar sem hlutafélögin magn- ast, þessi ábyrgðarlausu og sam- viskulausu illkvikindi, sem geta látið forstöðumannsræfil reka burt eða svelta vinnulýð, sem án þess nokkur maður geti hreyft hár á höfði peningaharðstjóranna, sem hafa hann fyrir höðul á verka- mennina, (il þess að hækka árs- gróðann um nokkra aura og jafn- vel án þess nokkur maður viti hverjir hluthafarnir eða forráða- mennirnir eru." Þorsteinn Erlingsson i greininni „Verkefni" i Alþýðublaðinu (gamla) 21. janúar 1906, 1. árg. 2. hlað, bls. 11. -K Atvinnurekendur hóta verkbanni? „Eramkvæmdastjórnarfundur Vinnuveitendasambandsins hefur gert samþykkt þar scm sambandið telur nauðsynlegt að koma í veg fyrir hækkun vcrðbótagreiðslna á laun og þar með að Vinnuveitenda- sambandið samþykki ekki aftur- köllun verklýðsfélaganna á upp- sögnum kaupliða kjarasamning- anna og muni það „freista þess að ná samningum um þá við verklýðs- félögin miðaða við raunverulega fjárhagsafkomu atvinnuveganna", eins og þar segir. Atvinnurekendur vilja með öðr- um orðum hafa samninga lausa og eiga þess kost að lýsa verkbanni ef þeim þurfa þykir. Þjóðviljinn 28. okt. 1978. * Lýðræði? Hverjir ráða á íslandi? Ríkisstjórnin samþykkli f gær að staðfesta síðustu hækkun Verðlags- nefndar á öli, gosdrykkjum og smjörllki eftir að tilraunir til að ná samkomulagi við iðnrekendur og fulltrúa launþega f Verðlags- nefnd höfðu farið út um þúfur. Svavar Gestsson viðskiptaráð- herra komst svo að orði um þetta mál 1 gær: Þvf miður hefur ekki tekist að hindra hina miklu hækkun á öli, gosdrykkjum og smjörlíki, sem hef- ur verið yfirvofandi um hrið. Þrátt fyrir tilraunir sem gerðar hafa ver- ið til að ná samkomulagi í Jrcssari deilu hefur ekki tekist að ná ár- angri og er 25% hækkun á um- ræddum vörutegundum því knúin fram me3 lokun verksmiðja, hót- unum og yfirvofandi atvinnumissi margra hundraða iðnverkamanna. Það var þessvegna að ríkisstjórn- in tók þá ákvörðun sem fram kemur i fréttatilkynningu hennar. Það var nauðsynlegt að höggva á hnútinn, en þessi deila vekur mörg umhugsunarefni sem von- andi verður hægt að ræða síðar. Þjóðviljinn, 28. olit. 1978. 200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.