Réttur


Réttur - 01.07.1978, Blaðsíða 26

Réttur - 01.07.1978, Blaðsíða 26
ASalsteinn Þorsteinsson. illi snilli og hörku tókst að flýja úr því rammgerða fangelsi nasista, Dachau, og fór síðan strax til Spánar, er fasistaupp- reisnin hófst og féll þar í upphafi borg- arastyrjaldarinnar. Björn Guðrniindsson var fæddur í Ána- naustum í Reykjavík 17. júní 1914. Gekk hann ungur í Kommúnistaflokkinn og var 22 ára, er Spánarstyrjöldin braust út. Hafði Björn lnig á að verða þar að liði og hætta lífi og heilsu til þess að styðja mál- stað lýðræðisins og sósíalismans. Varð það úr að hann og Aðalsteinn fóru sam- an allar þá krókaleið, er fara þurfti til þess að komast þangað suður, þar sem barist var um framtíð lýðræðisins. Tókst þeim það slysalaust, voru mikið með Finnum og Norðurlandabúum. Þegar út í bardagana kom eftir nokkurn heræf- ingatíma, jtá barðist Björn í Thálmann- herdeildinni (11. battation), 35. sveitinni í Alþjóðahernum. Björn særðist í þessum bardögum, lékk sprengjubrot í vinstri handlegg og töldu læknar sjúkrahússins fyrst að taka yrði af honum handlegginn. En því neit- aði Björn algerlega og var gert það sem hægt var til að græða hann. En sprengju- brotið hafði farið í gegnum vinstri hand- legginn ofarlega og höndin kreppst, litli fingurinn var tekinn, en höndin varð Birni erfiö og hálfónýt löngum. Björn lá enn á sjúkrahúsi er alþjóða- hersveitin ylirgaf Spán, og um skeið heyrðist lítt af honum, því nú tóku fas- istarnir að herða að spönsku lýðveldis- stjórninni. Er Björn gat farið af sjúkra- húsinu, komst hann að lokum til Suðm'- Frakklands og síðan heim um Kaup- mannahöfn í marsmánuði 1939. Björn starlaði lengst af sem bílstjóri eftir að heim kom, þrátt fyrir sinn veika handlegg. Hann var tvígiftur. Fyrri kona hans var Þórunn Magnúsdóttir, áttu þau fjögur börn, en síðari kona hans er Að- albjörg Sigurðardóttir. Lifa þær báðar. Björn dó 24. júlí 1972 og var hans minnst í Þjóðviljanum, baráttu hans og fórna þeirra, er hann færði góðum mál- stað. Aðalsteinn Þorsteinsson var fæddur í Reykjavík 22. ágúst 1914. Lærði hann um tíma járnsmíði, en hætti því námi og var mikið til sjós, líka á erlendum skip- um, var laginn maður, fékkst og um tíma við rafmagnsiðnað. Hann gekk ungur í Félag ungra kommúnista og fór svo sem fyrr segir með Birni til Spánar, barðist 170
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.