Réttur


Réttur - 01.07.1978, Blaðsíða 39

Réttur - 01.07.1978, Blaðsíða 39
Þýskalands yfirleitt. Það var sumarið 1953, er glaður og bráðhress hópur ung- ITtenna var á leið til Rúmeníu á festival, en í Búkarest stóð mikið til vegna heims- móts æskunnar. Leiðin lá frá Kaupmanna- höfn til Warnemunde og áfram um þá fraegu borg Dresden og friðsælan smábæ l^ad Schandau þar sem höfð var þriggja öaga viðdvöl. Er skemmst frá að segja, að þar var hersingunni búin svo ágæt úióttaka og í alla staði ánægjuleg dvöl, að þar með var festivalið raunverulega liaf- 'ð. Var jretta góð byrjun á þeirri lysti- reisu, er í vændum var, að staldra ögn við 1 DDR. Því mætti þó skjóta hér inn í, að júní í Berlín var nýafstaðinn, þegar aðurnelnda hersingu bar að garði. Ekki var þetta allt eintómt gaman. Ég hygg, að fleiri en ég hafi orðið þrumu lostnir °g nánast fyllst ógn og skelfingu ylir þeirri eyðileggingu, er við blasti til að jnynda í Dresden, sem allir vissu, að ver- 'ð hafði ein fegurst borg og giæsilegust 1 Norðurálfu, gott ef ekki í allri Evrópu, fyi'ir sakir merkilegrar byggingarlistar og ri|'kils safns listaverka frá gamalli tíð og ,rýrri. Við vissurn einnig, að einmitt þatna iiófst kalda stríðið í febr. 1945, er þessi glæsta borg var á nokkrum klukku- stundutn lögð í rúst, og enginn veit með ^einni vissu hve margir týndu Jiar lífi, en vegsummerkin töluðu sínu máli. IVlér var Jtað nokkur ráðgáta hvernig ^aglega lífið mætti ganga fyrir sig við aðrar eins aðstæður, og mér varð að *lugsa bæði þá og lengi síðar; miklum stórræðum stendur það í fólkið, sem ^yggir þetta land DDR, og mikið verk á það fyrir höndum að reisa úr rúst og 1ryggja á ný og ekki síður að reisa við hug °g siðferðisjn-ek fólksins, byggja upp ný v*ðhorf á nýjum grunni. Soffía Guðmundsdóttir. Nú vita allir, sem Jrað vilja vita, að í Þýska Alþýðulýðveldinu hafa menn látið hendur standa fram úr ermum á þeirn liartnær þrem áratugum sem Jiað ríki ltefur staðið, og bera efnahagslegar og tæknilegar framfarir Jtví glöggt vitni. Einnig er ]:>að alkunna, að lengi stóð á stjórnarfarslegi'i eða lagalegri viðurkenn- ingu DDR af hálfu margra vestrænna ríkja, þótt þær hinar sömu hefðu allt eins uppi de facto viðurkenningu til að mynda í formi viðskipta og menningartengsla ýmis konar, og þær raddir heyrðust æ oft- ar, þegar frarn liðu stundir, að J)ýska efnahagsundrið margumrædda væri öllu fremur að gerast í DDR en í Sambands- lýðveldinu. 183
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.