Réttur


Réttur - 01.07.1978, Blaðsíða 34

Réttur - 01.07.1978, Blaðsíða 34
ágæta fórnfúsa brautryðjenda alþýðubar- áttunnar, sem er hverjum jreim manni er honum kynntist, þó stutt væri, ógleyman- legur — og Sigurði Einarssyni skáldi, sem auk alls annars, sem hann orti í „Hamri og sigð“ (1930) hefur lýst í tveim vísulínum af mikilli snilld þeim andlegu umskiptum, er gerðu fátæka öreigana að brautryðj- endum stórrar hugsjónar í mannfélaginu: „Og undragleði fer eldi um mannanna sál, í aumingjans hreysi tendra vonirnar loga. í þrælsins nöldur og öreigans magnlausa mál, færist máttur og ægikyngi af nýjum toga.“ En svo skal síðast en ekki síst minnst á frásögninni af Steini Steinarr og vega- vinnuverkstjóranum, er vildi reka hann úr vinnunni. Steini var önnur höndin lítt nýt til vinnu, en þegar kúgun átti að beita átti hann Jrað vopn, sem vel hefur dugað íslenskum skáldum allt frá Þor- leifi jarlsskáldi til Bólu-Hjálmars, Þor- steins Erlingssonar og Jóhannesar úr Kötlum: ádeilukveðskapurinn, sem jafn- vel gat orðið hin logandi ferskeytla, er brenndi þann senr fyrir varð, svo eigi varð um búið. Heinrich Heine er stórmeistarinn í að lýsa þessum vopnaburði og lofsyngja hann, og leitt að þau ljóð hans skuli ekki finnast á íslenskri tungu,2 líklega hefur engin þjóð aðra eins trú á mætti hins rímaða orðs og vér íslendingar, orð sem meðal annars nöfnin „ákvæðaskáld“ og kraftaskáld" sanna. Hafi Ágúst jiökk mikla fyrir Jjessa bók — og væri gott að fá fleiri slíkar.. Menn lians kynslóðar geyma svo margt, senr ei má fyrnast, síst á okkar byltingatímum. E. O. SKÝRINGAR: 1 Ég hef nokkuð reynt að ræða um þennan arf í bók minni „Ættasamfélag og rikisvald i þjóðveldi íslendinga", einkum í kaflanum „Andlegt viðnárn - málið og minningarnar" (bls. 290-297) og vitna þar og í ágæta fræðimenn og skáld til frekari rök- stuðnings. Þá er og nokkuð komið inn á þetta mál í grein minni „Draupnir Ragnars og ajlvalti ls- lendingasagna" í „Rétti" 1964, einkum síðari lilut- anum (bls. 178-181). Friedrich Engels bendir og á sérslöðu vinnandi slétta livað arf manngildis snerli hjá þeim þjóð- um, sem aldrci hafi orðið að þola bændaánauð svo sem Norðmönnum (og íslendingum), þegai' hann ræðir persónuleika Noru og uppreisn henn- ar í „Brúðulieimilinu" í bréfi til Paul Ernst, sjá „Lhvalsrit Marx og Engels", II. bindi, bls. 363- 365. 2 Það er ekki síst í kvæðaflokknum „Deutschland, ein Wintermarchen" (1844) að Heinc varar Prússa- konung við að „slyggja skáldin". Hann lýsir því hvernig konunginum sé óhætt að móðga alla aðra, jafnvel guðina sjálfa, - menn hljóti 1 versta falb 178
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.