Réttur


Réttur - 01.07.1978, Blaðsíða 52

Réttur - 01.07.1978, Blaðsíða 52
urs góðs af verðbólgu þessari, er burgeisastéttiu skipulagði, þá er hitt aðalatriðið að stórkostlegur auður hefur færst frá verkalýð og millistétt tii ein- stakra auðmanna og auðfélaga eins og byggingar þeirra fyrirtækja og einkabústaða ber vott um, þótt mesti auður þeirra leynist enn ósýnilegur erlendis. Hin aðferðin sem átti að nota til að koma upp auðugri og voldugri en hlýðinni stóratvinnurekenda- stétt var að „kaninn" gerði það að skilyrði að stór- fyrirtæki eins og t .d. Sementsverksmiðjan og Áburð- arverksmiðjan yrðu f einkaeign. Skyldu Marsitall- lánin notuð í þessu skyni. Þetta var á árunum kringum 1948-52. En þá áttu meira að segja borgaraflokkarnir þá foringja sem þorðu að segja nei við „boðskap crki- biskups" í Washington. Ríkisstjórn þar sem formenn þessara flokka eins og Ólafur Thors og Hermann Jónasson höfðu úrslitaáhrif, þverneituðu að gera Sements- verksmiðjuna að einkafyrirtæki. Hún skyldi vera ríkiseign - og braskarakaninn varð að beygja sig. „Sjálfstæðisflokkurinn" var ekki sokkinn eins djúpt í hyldýpi fjárgræðginnar og undirgefninnar undir erlent vald og nú. Átökin um Áburðarverksmiðjuna urðu öðruvfsi, cn lærdómsrfk fyrir þá aðferð, sem beitt var og nú mun vaka fyrir forystumönnum fégræðginnar f landi voru. Frumvarp ríkisstjórnarinnar um Áburðarverk- smiðjuna fól það skilyrðislaust f sér (3. gr.) að hún væri þjóðareign (sjálfseignarstofnun undir yfirstjórn Aljúngis eins og ríkisbankarnir). En við 2. umræðu f sfðari deild, fær heildsali úr Reykjavík skotið inn 13. gr., þar sem ákveðið er að verksmiðjan skuli „rek- in sem hlutafélag". Var svo stofnað hlutafélag: 10 milljón króna hlutafé, hvar af ríkið átti 6 milljónir. Sfðan komu aðferðirnar sem vafalaust yrðu fyrir- mynd nú ef íhaldið og fjárplógsmenn Framsóknar fcngju að ráða: 1. Fyrst lýstu ráðherrar yfir því að Áburðarverk- smiðjan væri eign hlutafélagsins 2. Sfðan fékk fulltrúi Amerfkana á íslandi, stjórn- andi Framkvæmdabankans, sem Kaninn lét stofna hér, það fram í löggjöf frá Alþingi að hlutabréf ríkisins f Áburðarverksmiðjunni yrðu seld einkaað- ilum á nafnverði (þ. e. að eign scm var þá a. m. k. 180 milljóna kr. virði kæmist f hendur einkaaðila fyrir 6 milljónir króna, er þeir líklega fengju að láni í ríkisbönkunum). Sósíalistaflokkurinn mótmælti strax á Aljringi bæði yfirlýsingum ráðherranna og fyrirætlunum Frainkvæmdabankans. En í um 20 ár stóð baráttan um að hindra það að „einkaaðilar" sölsuðu undir sig fyrirtæki, er kostar nú mörg hundruð milljónir króna, fyrir svo að scgja ekki neitt. En j>að tókst að lokum að hindra ránið. III. Það eru svona dæmi sem menn þurfa að hafa í huga þegar úlfur fhaldsins talar flátt við þá þjóð sem hann enn álftur Rauðhettu litlu og unt sé að gleypa. Við skulum taka citt dæmi hér af mörgum: Slippstöðin á Akureyri er eitt af því sem íhaldið heimtar í eign einkarekstursins núna ásamt fleiru. En sá mikli atvinurekstur er dæmigerður f raun fyr- ir vesaldóm og ágirnd fjárplógsklfkunnar sem ræður fhaldinu .Fyrir nokkruin árum „átti" einkarekstur- inn jretta fyrirtæki - og setti ]>að á hausinn með sfnum alkunna „dugnaði og framtakssemi". Ríkið varð að taka við jrví til að tryggja f senn atvinnu og þjóðhagslega framleiðslu. Og nú er Slippstöðin f höndum ríkisins, dugandi stjórnenda og starfs- manna, orðin gott fyrirtæki. Og jrá teygja ránsklær sig f hana. llialdsforustuna klæjar í lófana að klófesta [x:tta fyrirtæki og fleiri. Og hver skyldi aðferðin verða, ef íhaldið réði? Ætli Jrað yrði ekki eflir „amerfska lyfseðlinum" frá jjvf fyrir 30 árum um að skapa „heilbrigt at- vinnulff", þ. e. stóratvinnufyrirtæki í höndum ein- stakra auðmanna, sem drottna eins og einræðisherr- ar yfir atvinnu og afkomu mannanna ,er vinna og skapa auðinn og geta sagt Jreim upp og stöðvað at- vinnulffið Jjegar Jjcim Jióknast? Slippstöðin á Akureyri er nú fyrirtæki sem ætla má að sé a. m. k. 600 milljóna króna virði. Hluta- féð er hins vegar læpar 83 milljónir kr. Af Jjví á ríkið meirihlutann eða 45 millj. kr. Skyldi íhaldinu ekki finnast heillaráð, ef J)að réði, að ,jelja“ góðum framtakssömum gæðingum hluta- bréf ríkisins í Slippstöðinni á nafnvirOi. „Einka- framtakið" fengi Jrá vænan bita fyrir lítið, - Qg Jretta „litla" máske lánað í ríkisbönkum - til að borga rfkinu smátt og smátt - og svo yrði gengið lækkað, „lánið" afskrifað smátt og smátt. Væri Jrá ekki allt fullkomnað? Þannig gæti braskaraklíka fhaldsins stolið hverju rfkisfyrirtækinu á fætur öðru, uns draumurinn rættist: einrœði nokkurra einkabrask- ara yjir atvinnulífi landsins. Þegar þessir síblönku en forríku braskarar væru að sölsa Jretta uudir sig, 196
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.