Réttur


Réttur - 01.07.1978, Blaðsíða 17

Réttur - 01.07.1978, Blaðsíða 17
En hinu megum við íslendingar, þegar oss ógnar vald risaveldanna tveggja, held- ur ekki gleyma í erfiðri viðleitni vorri til að halda og endurreisa andlegt sjálfstæði einstaklinganna með þjóð vorri gagnvart ofurveldi áróðurs og áleitni amerískra herra og þýja, að hvort sem við áfellumst ■Sovétstjórnina fyrir afglöp, framin í Prag, eða lofum hana fyrir hetjudáð í heims- styrjöld og hjálp þá, er úrslitum réði í Víetnam, þá liafa Sovétríkin gagrrvart oss Islendingum, sýnt sig að vera - í hinni liörðu, raunsæu pólitík — sá eini efnalrags- legi bakhjallur, er við gátum treyst á í frelsisbaráttu vorri við ofbeldisríki At- lantshafsbandalagsins. Það voru Sovétríkin, sem að beiðni Bjarna Benediktssonar 1953, forðuðu oss úr klóm breska ljónsins, er það setti bann á íslenskan fisk vegna 4 mílna fiskveiði- lögsögunnar. Það voru Sovétríkin, sem forðuðu ís- landi frá efnahagslegu hruni 1956 með l>ví að kaupa þá allar freðfiskbirgðir vorar (32.000 tonn), er hvergi voru selj- anlegar. Það voru Sovétríkin og Þýska Alþýðu- lýðveldið, sem viðurkenndu 12 mílurnar 1958, þegar Bretar, „vinirnir, verndar- arnir og bandamennirnir“ hófu þorska- stríðið gegn okkur - og Vestur-Þýskaland Unilever-hringsins veitti þeim af hug- rekki og hetjuskap í árásarstríðinu gegn íslensku smáþjóðinni, er barðist fyrir lífi sínu við hin „vinsamlegu“ stórveldi. Og þannig mætti rekja söguna áfram. Borgarablöðin gleyma þessu og fela af ásettu ráði, en sósíalistar mættu muna það betur, þrátt fyrir allt. 20. ágúst 1978 Einar Olgeirsson. SKÝRINGAR: Hér cr vitnað í Ijóð Hannesar Hafsteins. Tvær næstu ljóðlínur hljóða svo: „Ef hann grípur þjóð, þá er glötunin vís, þá gagnar ei sól né vor.“ 161
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.