Réttur


Réttur - 01.07.1978, Page 17

Réttur - 01.07.1978, Page 17
En hinu megum við íslendingar, þegar oss ógnar vald risaveldanna tveggja, held- ur ekki gleyma í erfiðri viðleitni vorri til að halda og endurreisa andlegt sjálfstæði einstaklinganna með þjóð vorri gagnvart ofurveldi áróðurs og áleitni amerískra herra og þýja, að hvort sem við áfellumst ■Sovétstjórnina fyrir afglöp, framin í Prag, eða lofum hana fyrir hetjudáð í heims- styrjöld og hjálp þá, er úrslitum réði í Víetnam, þá liafa Sovétríkin gagrrvart oss Islendingum, sýnt sig að vera - í hinni liörðu, raunsæu pólitík — sá eini efnalrags- legi bakhjallur, er við gátum treyst á í frelsisbaráttu vorri við ofbeldisríki At- lantshafsbandalagsins. Það voru Sovétríkin, sem að beiðni Bjarna Benediktssonar 1953, forðuðu oss úr klóm breska ljónsins, er það setti bann á íslenskan fisk vegna 4 mílna fiskveiði- lögsögunnar. Það voru Sovétríkin, sem forðuðu ís- landi frá efnahagslegu hruni 1956 með l>ví að kaupa þá allar freðfiskbirgðir vorar (32.000 tonn), er hvergi voru selj- anlegar. Það voru Sovétríkin og Þýska Alþýðu- lýðveldið, sem viðurkenndu 12 mílurnar 1958, þegar Bretar, „vinirnir, verndar- arnir og bandamennirnir“ hófu þorska- stríðið gegn okkur - og Vestur-Þýskaland Unilever-hringsins veitti þeim af hug- rekki og hetjuskap í árásarstríðinu gegn íslensku smáþjóðinni, er barðist fyrir lífi sínu við hin „vinsamlegu“ stórveldi. Og þannig mætti rekja söguna áfram. Borgarablöðin gleyma þessu og fela af ásettu ráði, en sósíalistar mættu muna það betur, þrátt fyrir allt. 20. ágúst 1978 Einar Olgeirsson. SKÝRINGAR: Hér cr vitnað í Ijóð Hannesar Hafsteins. Tvær næstu ljóðlínur hljóða svo: „Ef hann grípur þjóð, þá er glötunin vís, þá gagnar ei sól né vor.“ 161

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.