Réttur - 01.07.1978, Blaðsíða 36
BLÓÐBAÐIÐ
r
i
NICARAGUA
Somoza einræðisherra.
180
Nicaragua er heldur stærra en ísland
(128 þús. ferkm.) og íbúar þess 2,3 mill j-
Allt frá því umaldamótin hefur Banda-
ríkjastjórn reynt að undiroka þetta land í
hagsmunaskyni við her sinn og auðvald.
Herinn hefur haft þar augastað á ílota-
höfn við Fonseca-flóa, Bandaríkin hafa
viljað geta gert varaskurð gegnum land-
ið, ef Panamaskurðurinn dygði ekki og
bandarískir bankar (Brown Brotliers &
Co. og J. W. Seligmann & Co.) höfðu þar
löngum tögl og halgdir.
Fyrsta þriðjung aldarinnar studdi
Bandaríkjastjórn erindreka sína til upp-
reisnar, ef Jyjóðin kaus þjóðlega stjórn til
að vernda sjálfstæði sitt og ekki var skirrst
við að láta Bandaríkjalier ráðast inn í
landið ef önnur kúgunarráð dugðu ekki.
hegar svo her Bandaríkjanna loks ylirgaf
landið 1933, eftir að hafa í tvo áratugi
haft undirtökin jjar og brotið á bak aftur
Irelsishreyfingu þá, sem Augusto C-
Sandino síðast stjórnaði, fékk Banda-
ríkjastjórn Anastasio Somoza völdin í
hendur og hefur hann og síðan sonur
hans drottnað yfir þjóðinni rúma fjóra
áratugi sem verstu harðstjórar í skjóli
Bandaríkjaauðvaldsins.
Eitt lyrsta verk A. Somoza var að myrða
Sandino, en síðan hófu þeir feðgar að
arðræna þjóðina með slíkri áfergju að
ætt þeirra á nú þorra allra auðlinda og
fyrirtækja í landinu („Frjálst framtak“)!
Stjórnar Somoza hinn síðari nú landinu
sem einkaeign sinni. Auður Somoza-fjöl-
skyldunnar er talinn yfir einn milljarður
dollara, þ. e. yfir 300 milljarðar ísl. kr.
Somoza er sjálfur útskrifaður úr lier-
skólum Bandaríkjanna í West Point og
La Salle og hefur sérstakan „þjóðvörð"
til þess að berja á þjóðinni ef hún hreyfir
mótmælum. Eru allir foringjar í því