Réttur


Réttur - 01.07.1978, Blaðsíða 19

Réttur - 01.07.1978, Blaðsíða 19
liert hefur nú á öllum kúgunarráðstöfun- um. Mannréttindi fyrirfinnast þar engin, dauðarefsing liggur við gagnrýni á ein- ræðisþjóðfélagi blóðkeisarans, sem manna niest hefur talað um að gera íran að ný- tísku ríki. Og blóðkeisaranum tekst um hríð að berja fólkið, niður með vopnavaldinu. Fyrir hann var lijálpin næst, er neyðin var stærst. Þegar verst leit út fyrir honum °g hugsast gat að íbúar írans kynnu að knýja fram mannréttindi sér til handa, tilkynnti Carter Bandaríkjaforseti hon- um að Bandaríkin væru reiðubúin að senda strax vopn fyrir 1 milljarð marka (161 milljarð ísl. kr.) til viðbótar öllu því, sem keisarinn hafði áður keypt. ()g það var ekkert smáræði sem hann hafði keypt af vopnum frá Bandaríkjunum áð- ur: Frá 1972 til 1977 fyrir 18 milljónir dollara (ca. 5500 milljónir ísl. kr.). Helm- uigur alls hergagnaútflutnings Bandaríkj- auna fer til frans. — Olíumilljarðarnir, sem keisarinn fær, ganga ekki til jress að dæta lífskjör hinnar bláfátæku alþýðu frans, heldur dreymir þennan harðstjóra um að gera landið að heimsveldi, drottna þar í Austurlöndum í skjóli bandarískra vopna. Samtímis safnar ætt keisarans, Pah- lervi-ættin, milljörðum dollara í eigin þárhirslur, vafalaust margt af því geymt ;i öruggum stöðum erlendis (t. d. Sviss). Og reynt er að kæfa frelsisbaráttu pers- Uesku alþýðunnar, a. m. k. í svipinn, með aðstoð amerískra vopna frá mannrétt- U'daforsetanum Carter, en mágkona blóð- keisarans er forseti fyrir mannréttinda- uefnd Sameinuðu þjóðanna. — Það skort- lr ekkert á samræmið í hræsninni.* 1 2 En valdi sínu yfir kúgaðri þjóð írans getur keisarinn aðeins haldið uppi með „Áfram í blóShafinu", segir vofan við Rússakeis- ara 1905. (Rússnesk skopmynd þá). her þeim, er nú bældi niður september- uppreisnina í blóði, og í krafti hinnar al- ræmdu leynilögreglu sinnar „Savak“, sem er skipuð 50.000 „sérfræðingum í yfirheyrslum" og hefur þegar pínt fanga sína til bana hundruðum saman. En upp- þotin lialda áfrarn enn og ekki sést fyrir hvernig lyktar. Byssustingir eru ótrygg sæti til fram- búðar, þótt svo keisari sitji þar á. Blóð- baðið 9. janúar 1905 var undanfari jreirr- ar byltingar, er steypti keisaraveldi Rússa 1917. Og þróunin gengur örar nú. SKÝRINGAR: 1 Um „blóðdaginn" má lesa m. a. í „Rétti" 1975, bls. 33-36, þar sem kvícði Stephans G. er birt i heild og rætt um áhrii þess dags A rit Maxim Gorkis. 2 Aðalheimiid frásagnarinnar hér er að finna í „Der Spicgel" nr. 38, 18. sept. 1978, bls. 140-154. 163
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.