Réttur - 01.07.1978, Blaðsíða 23
Ernst Blank er hér lengst til vinstri.
'andamenn voru í. Þó segir Hallgrímur
ekki frá því, sem um getur í bók um Al-
þjóðaherdeildina,3 er hann ásamt 7 öðr-
tim Norðurlandabúum lilaut sérstaka við-
Urkenningu fyrir „framúrskarandi lireysti
1 viðureign við óvinina" í bardögunum
við Batea-Gandesa í apríl 1938.
1 il fróðleiks þeim, er ekki hafa aðgang
að öðrum bókum en Hallgríms um Spán-
arstyrjöldina, skal þessa getið um félaga
þá. er hann sérstaklega nefndi: Fritz, er
hann hitti í París og varð samferða suður,
*éll í bardögunum við Batea, Ernst
Rlank, sem hann getur oft um og dáðist
að, varð eftir er Alþjóðahersveitin var
látin fara burt í nóv. 1938 og féll 28.
janúar 1939, 35 ára að aldri, — Karl Ern-
stadt úr Hans-Beimler-herdeildinni4 féll
1 sókninni yfir Ebro í júlí 1938, — Alfred
^eumann, „Berlínarrisinn", sem Hall-
Svítnur kallar og dáist mikið að fyrir
óirfsku og lireysti,5 er nú einn af forystu-
'nónnum Sameiningarflokks sósíalista
($ED) j Þýskalandi og varaforsætisráð-
Eerra Þýská alþýðulýðveldisins (DDR),
°S þannig mætti lengi telja. Sjálfboðalið-
arnir í Alþjóðahersveitánni voru um
35000, þar af um 5000 Þjóðverjar. —
Fórnir þær, er þeir færðu í mannslífum
voru miklar, t. d. féllu 3000 af þýsku
sjálfboðaliðunum 5000.
Hallgrímur hélt heim, ásamt Aðal-
steini, þegar ákveðið var að Alþjóðaher-
sveitin skyldi fara frá Spáni í nóvember
1938, en Björn hafði særst og varð eftir á
spítala, en kom síðar. Brottför Alþjóða-
hersveitarinnar var ákveðin af spönsku
ríkisstjórninni í veikri von um að draga
Jxannig úr afskiptum Jrýsku og ítölsku
fasistastjórnanna, sem auðvitað mistókst.
Hallgrímur hafði hér heima orðið fyrir
aðkasti Morgunblaðsins, sem tók mál-
stað spönsku fasistanna af miklu ofstæki.
Móðir hans, Sigríður Björnsdóttir í
Hafnarfirði, tók Jiá málstað sonar síns og
svaraði árásum Morgunblaðsins. Sú kona
hafði fengið að kenna á sárri reynslu í
lífinu ,svo sem margar íslenskar alþýðu-
konur, átti alls 5 börn, missti þrjú og
gekk með Hallgrím ,er faðir hans drukkn-
aði. Ein dóttir liennar er nú á lífi.
Grein hennar í Þjóðviljanum fer hér á
eftir í heild.
Fyrirsögnin er: „Móðir svarar Morgun-
blaðinu“. Sigríður Björnsdóttir, móðir
fél. Hallgríms, svarar níðgreinum Morg-
unblaðsins:
í Morgunblaðinu 21. júní er greinar-
korn með fyrirsögninni „Æskan og
kommúnisminn“. Öll er grein þessi ill-
kvittnisleg lýgi frá upphafi til enda.
Greinarhöfundur fullyrðir að Hallgrím-
ur Hallgrímsson hafi verið í rauða hern-
um í Rússlandi og verið á herskóla kost-
aður af Moskva-stjórninni. Þetta er til-
hæfulaust.
Hallgrímur sonur minn dvaldi um
tveggja ára skeið á Rússlandi en var
167