Réttur


Réttur - 01.07.1978, Blaðsíða 28

Réttur - 01.07.1978, Blaðsíða 28
Carl Ernstadt lengst til vinstri. lýðræðissinna hafði sýnt og sannað sinn andlega mátt á Spáni, svo eigi varð um villst. Tugir þúsunda verkamanna, rit- höfunda og annarra hugsjónamanna voru reiðubúnir að fórna lífi og heilsu fyrir hugsjón og veruleika lýðræðisins. Jafnvel menn, nýsloppnir úr víti fangabúðanna í Þýskalandi Hitlers, víluðu ekki fyrir sér að fara beint til spönsku frelsisvíg- stciðvanna og deyja þar fyrir hugsjónir frelsisins. Eldmóður og fórnarhugur al- þýðuhersveitanna á Spáni kveikti eld í hjörtum manna um víða veröld, þegar hersveitir fasismanns voru að slökkva frelsið í hverju landinu á fætur öðru með stuðningi svikulla auðmannastétta í Frakklandi og Englandi. En harmleikur Spánarstyrjaldarinnar sýndi og hver lífsnauðsyn sósíalistum og öðrum lýðræðissinnum er að líta raun- sætt, jafnvel kaldrifjað, á hvaða vald það var, sem úrslitum réði í viðureign frelsis- ins við fasismann: vopnavaldið. Bresku og frönsku ríkisstjórnirnar brutu alþjóðabefð með jrví að neita að selja hinni löglegu ríkisstjórn Spánar vopn. Það voru einungis Sovétríkin seni sendu hinni stríðandi lýðræðisstjórn vopn. Og í desember 1938 var hlutfallið milli fasistanna og lýðræðissinnanna slíkt, er 300.000 ítalskra, þýskra og Franco-her- manna hófu sókn í Kataloníu gegn lýð- ræðishernum, er taldi 100.000 hermenn með 57.000 byssur, og gegn hverri flug- vél lýðveldisins voru 15—20 fasistískar, hlutfall skriðdreka var 1:35, hlutfall vél- byssa 1:15 og hlutfall stórskotaliðs 1:30. Það var vopnavaldið sem úrslitum réði- Þeirri reynslu gleymdu sósíalistar og lýð- ræðissinnar ekki, frekar en hinu að auð- mannastéttum má aldrei trúa fyrir frelsi og föðurlandi. * Sorgarleikurinn, sem gerðist á Spáni lyrir 40 árum, er vopnavald auðvalds myrti lýðræði og frelsi fólksins, gerist enn þann dag í dag. í Nicaragúa berst lýðræð- ið fyrir lífi sínu og frelsi gegn blóði drif- inni harðstjórn Somoza-ættarinnar, sem myrðir fólkið og brennir borgirnar — með bandarískum vopnum. — í íran kæfir blóð-keisarinn kröfur fólksins uin frelsi í blóði, lætur bandarískum sprengj- um rigna á borg eftir borg, jregar fólkið rís upp. — í Suður-Afríku og Rliodesíu er viðlialdið harðstjórn hvítra ofstækisauð- manna yfir margföldum meirihluta svert- ingja, af því 70% auðmagnsins eru í eigu bandarískra, enskra, franskra og þýskra auðhringa, sem líka láta vopnin í té. Lýðræðið berst enn í dag fyrir lífi sínu 172
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.