Réttur


Réttur - 01.07.1978, Síða 28

Réttur - 01.07.1978, Síða 28
Carl Ernstadt lengst til vinstri. lýðræðissinna hafði sýnt og sannað sinn andlega mátt á Spáni, svo eigi varð um villst. Tugir þúsunda verkamanna, rit- höfunda og annarra hugsjónamanna voru reiðubúnir að fórna lífi og heilsu fyrir hugsjón og veruleika lýðræðisins. Jafnvel menn, nýsloppnir úr víti fangabúðanna í Þýskalandi Hitlers, víluðu ekki fyrir sér að fara beint til spönsku frelsisvíg- stciðvanna og deyja þar fyrir hugsjónir frelsisins. Eldmóður og fórnarhugur al- þýðuhersveitanna á Spáni kveikti eld í hjörtum manna um víða veröld, þegar hersveitir fasismanns voru að slökkva frelsið í hverju landinu á fætur öðru með stuðningi svikulla auðmannastétta í Frakklandi og Englandi. En harmleikur Spánarstyrjaldarinnar sýndi og hver lífsnauðsyn sósíalistum og öðrum lýðræðissinnum er að líta raun- sætt, jafnvel kaldrifjað, á hvaða vald það var, sem úrslitum réði í viðureign frelsis- ins við fasismann: vopnavaldið. Bresku og frönsku ríkisstjórnirnar brutu alþjóðabefð með jrví að neita að selja hinni löglegu ríkisstjórn Spánar vopn. Það voru einungis Sovétríkin seni sendu hinni stríðandi lýðræðisstjórn vopn. Og í desember 1938 var hlutfallið milli fasistanna og lýðræðissinnanna slíkt, er 300.000 ítalskra, þýskra og Franco-her- manna hófu sókn í Kataloníu gegn lýð- ræðishernum, er taldi 100.000 hermenn með 57.000 byssur, og gegn hverri flug- vél lýðveldisins voru 15—20 fasistískar, hlutfall skriðdreka var 1:35, hlutfall vél- byssa 1:15 og hlutfall stórskotaliðs 1:30. Það var vopnavaldið sem úrslitum réði- Þeirri reynslu gleymdu sósíalistar og lýð- ræðissinnar ekki, frekar en hinu að auð- mannastéttum má aldrei trúa fyrir frelsi og föðurlandi. * Sorgarleikurinn, sem gerðist á Spáni lyrir 40 árum, er vopnavald auðvalds myrti lýðræði og frelsi fólksins, gerist enn þann dag í dag. í Nicaragúa berst lýðræð- ið fyrir lífi sínu og frelsi gegn blóði drif- inni harðstjórn Somoza-ættarinnar, sem myrðir fólkið og brennir borgirnar — með bandarískum vopnum. — í íran kæfir blóð-keisarinn kröfur fólksins uin frelsi í blóði, lætur bandarískum sprengj- um rigna á borg eftir borg, jregar fólkið rís upp. — í Suður-Afríku og Rliodesíu er viðlialdið harðstjórn hvítra ofstækisauð- manna yfir margföldum meirihluta svert- ingja, af því 70% auðmagnsins eru í eigu bandarískra, enskra, franskra og þýskra auðhringa, sem líka láta vopnin í té. Lýðræðið berst enn í dag fyrir lífi sínu 172

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.